Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Side 19

Eimreiðin - 01.01.1910, Side 19
Menn hrópa og spyrja: Hvert á ég að fara? því hilling sýnist alt og blindar sýn; á allar hliðar eyðimörk, Sahara, eyðisandsflæmi, stormsins hræriþvara.« Pá gall við mærin: »Áfram bara, baraU og brosti súrt og leit í gaupnir sín. Pá sagði ég: »Á tæpu tímans vaði það tekur ekki að hælast um svo fljótt; þér eruð kannske drotr.ing Sahrazade og sjáið engan voða — það er skaði! — og dragist upp í dauðans svitabaði og dómsins bíðið — eina og eina nótt! En Bölverk gamla blekkir engin »saga«, né blíðkar nokkur fögur konuhönd, og tímans guð á tálar má ei draga, hann telur jafna láns og mæðu daga, og hvorki spyr um heillir manns né baga, þótt hrapi fjöll og týnist menn og lönd. Pér haldið gleðin svífi hér um salinn. Ég segi: dauðs manns vör þér hafið kyst; þér leitið nautnar, komið hrygg og kvalin, þér kaupið skurnin — eggin voru kalin.« Pá gall við drósin: »Ertu orðinn galinn?« og augum til mín rendi köld og byrst. »Sé veröldin,« ég svara, »vélar einar, er vitfirringin bezta vörn og hlíf; ef ólán lífsins alla gleði meinar, ef ekkert fæst til bjargar nema steinar . . .« Pá segir hún: »Svo hjala kögursveinar, en heilbrigð stúlka veit ei skárra líf.« IX. Nú svífur Elsa sigurför, sem sigli fögur skeið úr vör;

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.