Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Page 21

Eimreiðin - 01.01.1910, Page 21
21 og um herðarnar lokkarnir leika, sem léttofin hásumarsský, og röðlar í kringum þær reika, sem róslituð fiðrildi og bý. Sjá, þar leika sér Lofn og Sjafni, i ljúflinga heilögu safni, sem í brúðförum meyjar og manns; unz loksins þau langar að finna laufsal, þars dálítið minna þreytir þau guðanna glans. Og sælan þar í fleytifullum skálum er flutt og borin öllum hólpnum sálum, og eftir þörf þær helga hressing fá, og hvílast síðan rósaskýjum á. Á hástól situr herrann líknarskær og horfir á og brosir eða hlær, og sýnir öllu elsku sinnar vott og alt, sem til er, segir harla gott. Pá komum við, og heldur feimin fyrst, því fjölment er, og drotni auðmjúkt hneigjum »Við komum hér að fá oss friðarvist í flokki þeirra útvöldu,* við segjum. »Við erum ung og sveita-bæjar börn, Björn heiti ég, en stúlkan Elsa Örn.« Pá brosir drottinn, en það guðdómsglott er græzkulaust og föðurmilt og gott: >Nú, það er rétt; ég þekki alt og skil, og þiggið alt, sem heimilið á til, eða ætlið þið ekki að finna unga fansinn og fá að reyna himingólfa dansinn?« — Svo dönsum við, og dönsum heila nótt, og dragi loks úr báðum fjör og þrótt,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.