Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 24
24
Nú vildi ég gjarna heyra álit þitt um þetta, kæri sonur. Ég
vil auðvitað eklci hrapa að neinu, en ég vil ekki heldur kasta þessu
frá mér umhugsunarlaust eða umhugsunarlítið. Ef það er satt, að
smálestin af þurkuðum mó fáist fyrir 2—3 krónur, en útsöluverð
hennar sé 6—7 krónur, þá er hér um sýnilega arðsamt fyrirtæki
að ræða. Mórinn í mýrinni er þá auðvitað mörg hundruð þús-
und króna virði og mýrin hlýtur að endast til móskurðar um
marga, marga tugi ára — marga mannsaldra, meira að segja.
Kostnaðurinn við að flytja móinn þangað, sem þörf er fyrir hann,
einkum til Noregs, eða Reykjavíkur, er ekki hræðilegur, þar sem
skip ganga hér stöðugt á milli, og iðulega tóm eða hálftóm; enda
hefir Jónas prammi boðið mér að flytja móinn til Noregs fyrir
lítið. En auk alls annars er það hverju orði sannara, sem ung-
mennafélagsmenn segja, að það er skrælingjaskapur og ófyrirgef-
anlegur amlóðaháttur, að láta móinn liggja ónotaðan í jörðinni, en
brenna- áburðinum, í stað þess að nota hann á jörðina, eða þá
útlendum kolum, sem kosta 20—30 kr. smálestin. Pað eitt ætti
að vera nægileg ástæða til þess, að reyna eitthvað að aðhafast.
2. bréf.
Bleiksmýri 8. marz 1908.
Kæri sonur minn!
--------— Ég sé það á bréfi þínu, að þér lízt hreint ekki á
þetta móiðnaðarfyrirtæki mitt. Ég vona þó, að þú þykkist ekki
viö mig, þó ég sé á dálítið annarri skoðun. Ég er nú ekki lærð-
■ur maður, eins og þú veizt, en svo lærður er ég þó, að ég veit
það, að móskurður og málfræðisnám eru sitt hvað.
Éú leggur föður þínum ráð, og efast ég ekki um, að þau seu
af góðum rótum runnin. í*að gerðirðu líka á meðan þú varst
yngri. Og það hefir ekki til þessa orðið okkur að varanlegu
ágreiningsefni, þó að ég hafi valið úr ráðum þínum þau ein, sem
mér leizt vel á.
Púvararmigvið fjárglæframönnum oghégómaskúmum. Ráðið er
aldrei annað en fallegt, en ég hefi kunnað það miklu lengur en þú
°g fylgt því lengi. En sæll er sá, sem hræddur er, sé hann ekki of