Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Page 25

Eimreiðin - 01.01.1910, Page 25
25 hræddur. Og ef menn þora aldrei að ráðast í neitt af hræðslu við fjárglæframenn, verður auðvitað aldrei neitt gert, sem til fram- fara horfir. Hér á landi þarf sízt að ala á tortrygninni; hún er nógu mikil samt. Og einmitt í því kemur oft hin sanna sjálfstæði fram, að menn þora að reiða sig á aðra. Jón Salómonsson er mjög efnilegur maður, að því er ég fæ bezt séð. Hann er reglumaður að kalla má, guðhræddur og vel þenkjandi — sem nú er orðið sjáldgæft meðal ungra manna. — Hann hefir starfað mjög mikið í ungmennafélaginu hér á Eyrinni í vetur, en það félag álít ég gott og nytsamlegt, jafnvel þó að mér dyljist ekki, að ungæðishátturinn sé þar helzt til mikill. Hann hefir nú litla atvinnu haft, skinnið það arna, og lítið til að lifa á annað en það, sem ég hefi verið að píra í hann að láni, og stundum gefið honum að éta tíma og tíma. Pað vona ég að ég fái síðar með rentum og renturentum, því að á honum hefi ég auðvitað augastað fyrir verkstjóra, ef þetta fyrirtæki kemst á stofn. Hann hefir gert uppdrætti af verkfærum og útbúnaði við móeltu og sýnt mér. I'eir eru vel gerðir og hann er auðsjáan- lega mjög fróður í þessum efnum. Eg sé því enga ástæðu til að tortryggja hann að óreyndu. Norðmaðurinn, vélameistarinn, er hér líka enn þá. Hann er nú ekki annar eins reglumaður, en annars er ég viss um, að það er góður og hrekklaus maður. Hann er í verki með Jóni um að útvega mér áhöld, ef til kemur. Eg vandaði nú um drykkju- skapinn við hann í vetur eitt sinn. Pá gekk hann inn í Good- Templara-regluna og hefir ekki drukkið síðan. Eg efast ekki um, að hann verði mér líka að liði. Pú ræður mér til að leita álits vísindamanns um þetta, og bendir mér sérstaklega á mann, sem landsstjórnin hafi kostað er- lendis, til þess að kynna sér móiðnað. þetta er nú gott og blessað. En hvaða svar heldurðu að ég fengi, ef ég skrifaði hon- um? Auðvitað yrði það á þá leið, að hann gæti ekki um þetta sagt, nema hann kæmi hingað sjálfur og skoðaði staðinn. Og hvað heldurðu að það mundi kosta? Peir gefa ekki vikin sín, þessir blessuðu landssjóðsmenn og vísindamenn; það þekkjum við. Og eftir alt saman yrði svo niðurstaðan nákvæmlega sú sama hjá honum og Jóni Salómonssyni. Hún getur ekki önnur orðið. Allir sjá mýrina og allir sjá móinn í henni. Ur því, hvort það borgi sig að vinna hann með vélum, verður reynslan ein að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.