Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Page 28

Eimreiðin - 01.01.1910, Page 28
28 ég bygði þetta stóra timburhús, og Tryggvi gamli var ekkert hýr í horn að taka, kvartaði um peningaeklu og vanskil og ilt árferði, og vildi reyna að telja mig ofan af þessu. En af því við erum nú gamlir kunningjar, við Tryggvi, þá fékk ég lánið ofan á alt nöldr- ið, en ekki þó eins mikið, eins og ég hafði beðið um. Pú verður að taka því með stillingu, elsku sonur minn, þótt smátt verði um peningasendingar frá mér að þessu sinni. Við verðum öll að spara, þú líka, og reyna að komast af með svo lítið sem við getum, á meðan þetta fyrirtæki er að komast á fót. Pegar það fer að gefa arð, sem vonandi verður innan skamms, skulum við bæta okkur það upp, sem við förum nú á mis við. Jón Salómonsson reynist mér altaf prýðis-vel, og ég skil ekki, hvers vegna svo margir hafa horn í síðu hans hér í firðin- um. Eg hefi t. d. heyrt, að hann hafi verið rekinn úr ungmenna- félaginu á Eyrinni í vor; ég veit ekki fyrir hverjar sakir. Heldur virðist mér draga sundur með þeim Siggu systur þinni og hon- um. Hún hefir jafnvel stundum haft orð á því við mig, hvort þetta mundi ekki vera einhver landhlaupari. Og nú heimtar hún af mér peninga, hvað sem tautar, til þess að geta verið í Reykja- vík í vetur. Eg skil varla í, hvernig ég fer að kljúfa öll þessi peningavandræði. — — — — — — — — — — — — 4. bréf. Bleiksmýri 12. febrúar 1909. Elsku sonur minn! Eg er nú svo gramur og sneyptur, að ég veit varla mitt rjúkandi ráð. Og ég þarf að ganga hart að sjálfum mér, til þess að skrifa þér hið sanna af því, hvernig alt er komið fyrir mér. En ekki stoðar að leyna því, hvort sem er, og hreinskilinn hefi ég jafnan verið. Fyrst leið nú og beið fram eftir öllum vetri, án þess að ég heyrði neitt af Norðmanninum, svo að mér fór nú að verða held- ur en ekki órótt undir rifjum. En loks um nýjársleytið kom gufu- ketill til mín með einu af skipum Jónasar pramma. Par með fylgdi bréf frá Norðmanninum, sem þá var í Stafangri. Þá segist hann ekki geta fengið gufuvélina sjálfa, nema ég sendi sér meira

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.