Eimreiðin - 01.01.1910, Side 29
29
fé. Og hin önnur áhöld, sem hann átti aö kaupa, sendi hann
ekki heldur.
Ég fékk »Pramma« til þess að renna skipinu hér upp undir
lendinguna, á meðan verið væri að ná gufukatlinum á land. Éað
ætlaði nú að ganga full-erfitt með þeim áhöldum, sem við höfð-
um; en þó tókst það á endanum slysalaust. Petta er helvíta-mikið
bákn, vegur líklega um 6000 pund. Ég skil nú varla í því, að
ekki hefði verið hægt að komast af með minni ketil. En látum
það nú vera. Hitt var miklu lakara, að með sama skipinu, sem
flutti hingað ketilinn, strauk Jón Salómonsson.
Ég var sem þrumu lostinn í margá daga. Ég gat varla trú-
að því á hann, að öll framkoma hans gagnvart mér hefði ekkert
verið annað en svik og prettir. Ég var búinn að lána honum
nokkur hundruð krónur að samaniögðu. En það er þó hverfandi
í samanburði við alt það tjón, sem hann hefir gert mér. Ekki
sízt, ef Norðmaðurinn skilar nú engu af því fé, sem honum var
trúað fyrir. Að Jón Salómonsson skyldi hafa slíkan mann að
geyma, það hefði ég svarið fyrir.
Síðan hann fór, hafa gosið upp ýmsar sögur um hann hér í
firðinum, einkum á Eyrinni, þar sem hann var lengst. Og það
ótrúlegasta er, hvað hann skuldar mörgum. Hann virðist hafa lánað
peninga hjá öllum, sem hann gat haft lán út úr, og þar á meðal
konsúlnum. Og honum kvað hann hafa sagt, að hann væri tilvonandi
tengdasonur minn. Sem betur fór, sá Sigga mín við þessum pilti.
Einhver þvættingur gengur um það hér í firðinum, að þessi
Jón Salómonsson sé búfræðingur, að hann hafi flækst til Nor-
egs og verið þar í nokkur ár, en líklega aldrei komið nálægt mó-
iðnaði. Menn segja, að allan þennan fróðleik um móiðnaðinn
muni hann hafa haft úr einhverri ritgerð, sem verið hafi í Eim-
reiðinni fyrir nokkrum árum. Kannast þú nokkuð við þá ritgerð?
Eins og þú manst, sagði ég Eimreiöinni upp hér um árið, þegar
mér féllu ekki landsmálaskoðanir hennar, og fékk aðra til að gera
það sama, svo að henni var því nær útrýmt úr firðinum. Er það
hugsanlegt, að strákurinn hafi vitað þetta?
En hann er nú farinn, hvað sem öllu öðru líður.
En það er ekki alt búið enn. Éað er sjaldan ein bára stök.
Ég ætlaði nú ekki að gugna við þetta; síður en svo. Ég
safnaði saman mönnum, til þess að koma þessum óheilla gufu-
katli þangað, sem hann ætti að vera, og vildi nota til þess ak-