Eimreiðin - 01.01.1910, Side 30
3°
færið, meðan það var sem bezt, og ís á allri mýrinni; annars
skildi ég varla hvernig hægt yrði að koma honum yfir mýrina.
Sjálfur bjó ég til geysimikinn sleða undir hann, og svo var lagt
á stað í frosti og góðu veðri snemma á þorranum.
Eg var sjálfur með í förinni. Tveir hestar skaflajárnaðir
gengu fyrir sleðanum og 8 menn drógu með þeim. Alt gekk dá-
vel framan af; en þegar við komum upp á miðja mýrina, brast
ísinn og ketillinn sunkaði ofan í keldu-skratta. Við urðum að
skera sundur aktaumana í mesta ofboði, til þess að hestarnir
drægjust ekki öfugir ofan í vökina. Isinn var rétt að kalla hálfr-
ar alinnar þykkur, og ég hefði svarið fyrir, að hann þyldi ekki
ketilinn. — Par urðum við að skilja við hann, því að engin leið
var að því, að ná honum upp á ísinn, og guð veit, hvort hann
næst nokkurn tíma upp á þurt land framar. Sleðanum náðum
við ekki undan honum; hann situr þar líka.
Er nú hægt að hugsa sér meiri óhepni, meiri fyrirmunun,
en þetta er! Að ég skildi ekki hafa vit á, að láta bölvaðan ket-
ilinn kyrran! Eg hefði þó átt að vita það. að hann var ekki mitt
meðfæri.
Mér finst ég vel geta þolað glottin á andlitum sveitunga
minna — og konsúlsins líka —, þó að þau séu alt annað en
góðgjarnleg. En það fer hrollur um mig í hvert skifti sem ég
geng upp fyrir bæinn og lít yfir mýrina; þar stendur þetta járn-
bákn til hálfs upp úr keldunni og glápir á mig með járnköldu
hæðnisglotti, eins og haus á skrímsli. — Jæja, skaðinn gerir menn
hygna, en ekki ríka.
— — Eú varst að nefna peninga í síðasta bréfi þínu.
Biddu sannan fyrir þér! Nei, nú eru peningarnir mínir farnir aðra
leið. Nú get ég ekki sent þér peninga, þótt gengið væri af mér
dauðum. Líði þér ætíð vel.
Pinn elskandi faðir.
Davíb Sigurjónsson.