Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 34
34
því að ekki sé kunnugt um, að neitt hafi það fyrir komið á tíma-
bilinu frá dögum Nóa og fram á daga Davíðs, sem hafi getað
stytt mannsæfina úr nærfelt iooo árum niður í 70 ár, annað en
einmitt breyting á tímatalinu.
þessi skýring blaðsins virðist í fljótu bragði afarsennileg, og
er mjög líklegt, að hún fái mikinn byr, En oss virðist þó sem
ekki séu öll kurl komin til grafar enn, því fleira er hér að athuga
en þær tölur, sem blaðið tekur fram. I fyrstu Mósebók 17.17 er
Abraham þannig látinn segja (er guð hefir heitið að gefa honum
son: ísak): »Mun hundrað ára gamall maður eiga börn, og mun
Sara, níræð, ala barn?« Bæði Abraham sjálfur og söguritarinn
skoða það því sem yfirnáttúrlegt, að hjón á þeirra aldri geti alið
börn. En samkvæmt tímatali því, er blaðið álítur, að notað hafi
verið um þær mundir (fimmtungla ár), ætti Abraham þá að hafa verið
41 árs og Sara 37. Eað virðist því tæpast geta talist yfirnáttúr-
legt, að þau gætu átt barn á þessum aldri, þó sennilegt sé, að
slíkt sé fremur undantekning í Austurlöndum, þar sem konur eld-
ast svo snemma. Vér skulum því láta þetta dæmi eiga sig og
álíta, að það þurfi ekki að koma í bága við kenningu blaðsins.
En þá koma önnur dæmi frá hinum elztu tímum, sem eru erfið-
ari viðfangs. I 1. Mós. 5. kap. segir, að Adam hafi verið 130
ára, er hann gat Set, Set 105 ára, er hann gat Enos, Enos 90,
er hann gat Kenan, Kenan 70, er hann gat Mahalalel, Mahalalel
75, er hann gat Jared, og Enok 65 ára, er hann gat Metúsalem.
Sé nú hvert ár biflíunnar sama sem 1 tunglmánuður, hefir
Adam ekki verið nema rúmlega 10 ára (eða á 11. árinu), er hann
gat Set. Set hefir verið rúmlega 8 ára (eða á 9. árinu), er hann
átti barn, Enos langt kominn á 8. árið, Kenan hátt á 6. árinu,
Mahalalel 6 ára, ok Enok ekki nema rúmlega 5 ára (að minsta
kosti ekki hálfs sjötta árs), er hann gat Metúsalem, sem þó
reyndist jafnkröftugur og lífseigur og raun varð á, — jafnvel þó
miðað sé við, að hann hafi ekki orðið nema tæplega áttræður.
Auðvitað má segja, að bráðþroski manna hafi verið meiri
fyr á öldum en nú, þegar alt uppeldi hneig að líkamsmentun
einni. Pað sýna líka fornsögur vorar og fornlög, er 12 ára ungl-
ingar eru taldir fullveðja að lögum og leggjast þá í víking. Pá
giftust og meyjar, er þær voru 12 ára, eða jafnvel yngri. Og
alkunnugt er, að enn meira bráðþroska hafa menn jafnan verið í
Suður- og Austurlöndum, en á Norðurlöndum. — En að menn