Eimreiðin - 01.01.1910, Side 36
36
kyrlátt og góðlátlegt við fjöruna. En öðru hverju tryllist það af
hamslausri löngun til þess, að ráða öllu landinu eins og áður.
Pá flóir það með sigurópum lengra og lengra inn yfir sandauðn-
irnar, rótar burtu grassverðinum við fjörumörkin og ólmast í
magnþrota æði við óvinnanleg standbjörgin. En landið stendur
fast fyrir og að lokum kýs brimið þann kost að hörfa aftur út
fyrir hin fornu takmörk og leggjast þar til hvíldar.
Og frá hjarta landsins streymir vatnið stöðugt úr jöklum,
vötnum, tjörnum, flóum og flám. Fram hjá hverjum einasta bæ
hoppar dálítill bæjarlækur, eftir hverri sveit bugðast á. Pað beljar
óstýrilátt í hlíðunum og horfir þunglyndislegt og djúpsætt til him-
ins í stórum heiðavötnum. Pað fossar taumlaust og freyðandi af
fjöri fram af snarbröttum hömrum og blundar deyfðarlegt og
sljóskygnt í leirugum flóum. Én alt leitar það til hafsins og flytur
því þá fregn, að í raun og veru sé alt landið vatninu háð og alt
gjaldi það því ógrynni skatts. Og allar öldurnar utan af hafi leita
til lands, til þess að taka á móti ánum og tengja eilíf vináttubönd
milli vatnsins í kringum landið og vatnsins inni í landinu.
Alla liti og öll hljóð ber vatnið í skauti sínu. Pví er jafn-
lagið að spegla grámyglulega haustþokuna og heiðstirndan, víð-
hvelfdan vetrarnæturhimininn. Pví ferst jafnsnildarlega að mála
tunglið með kvikasilfri og sólina með glampandi lýsigulli. í*að
leikur á mjúka vonarstrengi undir hugsanir sveitastúlkunnar, sem
situr við lækinn við þvott, og hefur látið hendurnar falla í kjöltu
sér í óljósum ástardraumum. Pað kveinar í örvæntingu með ekkj-
unni, sem leitar að líki mannsins síns í fjörunni, með hárið flax-
andi í ofviðrinu. Pað hvíslar framtíðarvonunum að unglingnum og
fortíðardraumunum að hvíthærðum öldungnum. Pað getur sollið
af sjóðandi fýsn og logandi hatri, titrað af ást og unaði og runn-
ið hægt og blíðlega í kyrlátri nautn.
Og Þ'6 getið haldið, að ég skildi ykkur ekki! Ég, sem finn
taugar mínar titra og hjarta mitt slá eftir hljóðfallinu í gjálpinu
ykkar. Ég, fóstursonur vatnsins.
Verið þið sælar, Eystrasalts öldur. Nú liggja leiðir mínar frá
hafinu, inn til fjallanna, inn í laufhvolf skóganna.