Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Side 41

Eimreiðin - 01.01.1910, Side 41
41 Tvö smákvæði. DRAUMAR. Lokast svefnþung augu. — Andinn hnígur óminnis í djúp. Nóttin hæg á svörtum vængjum sígur, sveipar dularhjúp fjöll og haf og bæ í barmi dala. Bærist ekkert líf um óttu svala. Draumasveit úr hljóöum huliðsgeimi hugann með sér knýr inn í landið, þar sem, sí á sveimi, sálnaskarinn býr. Par er talað hátt — en þó í hljóði. Heítir kossar þegnir vörmu blóðu. Jarðnesk þraut ei tálmar andans afli, er í draumheim býr. Alt er létt, sem skriða eftir skafli, skelfing undan flýr. Stundum ómur berst frá holdsins heimi hart og snögt, sem ljós frá öðrum geimi. Sorgin líður hjá á hvítum klæðum. Harmur nístir sár. Tálvon hugann ginnir ýmsum gæðum. Grátur vætir brár. Eins og leikið sé í svefnsins ríki sjónspil lífsins — bara’ í minna líki. Sálir hittast. — Sælir eru fundir. Svellur eldheitt blóð. — Ljúfast væri’, að lifa allar stundir lífs við hjartaglóð.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.