Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 48
48
»Hlaðið byssurnar!« hrópar ofurstinn, og skrjáfið af hleðslu-
stokkunum heyrist í tinnuhlaupunum.
Pá er hrundið upp hliðinu á fangelsisgarðinum, og tveir menn
ríðandi koma á harða stökki. Sá, sem er á undan, hefir gráan
feld yfir sér og þríhyrndan hatt á höfði. Jafnskjótt og hann er
kominn í augsýn, hljómar hvellandi: »Keisarinn lifi!«
Napóleon stökkur af baki og kastar taumunum til meðreiðar-
manns síns. Síðan gengur hann að Pitois, réttir honum hendina
og segir:
sPú hefir bætt fyrir brot þitt. Pú skalt ekki deyja. Eg
fyrirgef þér, af því þú hefir elskað móður þína svo heitt. Pierre
Pitois, ég geri þig að liðsforingja í lífverði mínum. Ekki getur
hjá því farið, að jafntrúfastur sonur hljóti líka að vera trúfastur
hermaður!«
Pessum orðum var tekið með dynjandi fagnaðarópi. En
Pitois brast í grát af þakklæti og gleði.
Herforinginn, sem heimsótt hafði Pitois í fangaklefanum um
miðnættisbilið, hafði sem sé enginn annar verið en Napóleon
sjálfur.
Sex árum síðar, 18. júní 1815, féll ofurstinn hrausti, Pitois,
við Waterloo. (Þýtt af V. G.).
Ny notkun mómýra.
Franskur vísindamaður, prófessor Mutz í París, hefir fundið
upp á að nota mómýrar til að framleiða saltpétur. Hann hefir
sem sé uppgötvað bakteríu, sem dregur til sín köfnunarefni, og
þessi baktería þrifst sérstaklega vel á mó. Aðferð prófessor Mutz
er sú, að fyrst er borið kalk og ammóníakvatn á stórt mómýra-
svæði, og því næst er bakteríunum sáð á þetta svæði. Af hverj-
um hektar í mómýrinni kvað með þessu móti mega fá 48,000
smálestir af saltpétri á ári. Og mórinn er jafngóður til eldiviðar
eftir sem áður, þó hann hafi verið þannig notaður til að framleiða
saltpétur. Ekki annað en stinga hann upp í hnausa og ná síðan
ammóníakvatninu úr honum.