Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Page 49

Eimreiðin - 01.01.1910, Page 49
49 Reynist þessi nýja notkun mómýranna eins vel og af er látið, getur það orðið eigi alllítið hagræði og gróðavegur fyrir eigendur mómýra. Annar vísindamaður, von Morsey-Picard, hefir fundið upp nýja aðferð til að flýta fyrir þurkun á mó, sem farið er að nota í Luneburg og kvað reynast ágætlega. Aðferðin er sú, að sterkum rafmagnsstraumi er hleypt í gegnum móinn, áður en hann er stunginn og meðan hann er vel votur. Verður þá sú efnabreyting í mónum, að vætan næst fljótt úr honum. En breytingin hefir þó engin óþægindi í för með sér, því hann er jafngóður til elds- neytis, og samloðunin hin sama, svo hann molnar ekki. En með þessu móti er miklu hægra að flytja móinn langar leiðir og gera hann að verzlunarvöru, með því að kostnaðurinn við þurkun hans og flutning verður miklu minni. V. G. Loftsiglingar og fluglist. Eftir GXJÐM. G. BÁRÐARSON. Vér mennirnir erum láðs, en ekki lagardýr, og sízt af öllu erum vér frá náttúrunnar hendi lagaðir til flugs. I öndverðu hafa menn orðið að fara allra sinna ferða gang- andi, en seint þykir oss ferðin oft ganga með því móti, og margur verður farartálminn, bæði ár, vötn, höf og hamrar. En andlegt atgervi höfum vér hlotið, sem hefir gert oss að drotnum heimsins og fyrir þá sök höfum vér lært að temja farskjótana og hagnýta náttúrukraftana til að hraða ferðinni og yfirstíga torfærurnar; fyrst koma söðlaðir reiðskjótar, síðan eimvagnar og rafmagnsvagnar, sem þjóta með ofurhraða landshornanna á milli. Fyrir mörgum þúsundum ára hafa forfeður vorir hætt sér út á hafið; í fyrstu hafa þeir orðið að »ýtast á árum á bárum«, svo drógu þeir upp segl og lærðu að aka þeim eftir vindi; loks fyrir hér um bil ioo árum taka eimskipin við; þá fyrst geta menn kosið sér byr og beitt beint í vindinn, — eins og forneskjumennirnir fyr á öldum, — og farið nokkurn veginn fullra ferða sinna, hvernig sem blæs. Að lokum koma svo kafskipin til sögunnar, þau geta stungið sér eins og hvalirnir, og eru þá flestar leiðir hafsins kannaðar. 4

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.