Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Page 58

Eimreiðin - 01.01.1910, Page 58
58 Nú var komið kapp í Pjóðverja, svo eigi brast Zeppelín fé til nýrra tilrauna, jafnvel keisarinn hljóp undir bagga. Nýtt skip var smíðað, og Zeppelín reyndi það í október 1906. Varð hann undir eins að setja það í naust aftur og gera það betur úr garði. Um haustið 1907 var björninn unninn. Pá var skip hans orðið hraðskreiðara en önnur loftskip og gat svifið lengur í lofti; en ekki lét það eins vel að stjórn og þau frakknesku. Pá studdi þýzka ríkið hann til að smíða nýtt loft- skip, er vera skyldi miklu stærra og fullkomnara. Smíð- inu var lokið vor- ið 1908 og skipið hlaut nafnið Zeppe- lín IV, því það var «■ fjórða skipið, sem hann hafði smíðað. 1. júlí lagði það upp frá smíðastöð- inni í Friedrichs- hafen, og sveif yfir nokkrar borg- ir í næstu héruð- um, og kom svo aftur um kveldið. Skipið vakti mestu aðdáun allra, er sáu það. Pað lét ágætlega að stjórn, ýmist var því stýrt nærri jörðu, eða látið svífa yfir fjöll og hæðir. Pessi för Zeppelíns greifa var sannkölluð sigurför, og frægð hans flaug eftir símanum um allan heim, enda var hann nú kominn langt fram úr öllum öðrum í loftsiglingum. Petta loftskip hafði 60 km. (8 mílna) hraða á kl.stund, og gat svifið að minsta kosti 12 stundir í lofti. 3. Zeppelín greifi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.