Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Page 61

Eimreiðin - 01.01.1910, Page 61
6i þær út eins og rellur (vindflugur) á myndinni. Á fremri endanum voru alveg tilsvarandi uggar og stýri eins og þeim eftri. Nú er unnið af miklu kappi að frekari umbótum á loftskip- unum, bæði á Þýzkalandi, Frakklandi, Englandi, í Ameríku og víðar. Telja menn, að loftskipagerðin sé lengst á veg komin á Pýzkalandi, og mestar vonir gera menn sér um loftskipasnið Zeppelíns, og halda að loftskip framtíðarinnar verði í líku formi. Umbæturnar ganga nú aðallega í þá átt, að auka hraða skipanna og gera þau svo úr garði, að þau geti haldist sem lengst í lofti. Einnig leggja menn mikið kapp á að auka burðarmagn þeirra o. fl. fað er talið víst, að loftskipin komi að miklu gagni í hernaði. Stórveldin keppast því við að koma sér upp loftskipaflota. Pjóð- verjar eiga nú 9 herloftskip, Frakkar 2, Italir 2, og Englendingar eru að láta smíða sér loftskip til hernaðar. Milli 10 og 20 loftskip eru nú í smíðum á í’ýzkalandi, og eru mörg þeirra ætluð til fólksflutnings. Er ákveðið að koma á reglubundnum loftskipaferðum milli ýmsra staða bæði á Frakk- landi og Pýzkalandi næsta sumar; einnig er í ráði, að koma á slíkum ferðum milli Kaupmannahafnar og Hamborgar. Skipum þessum er ætlað að flytja fólk; farið milli síðast nefndra borga er gert ráð fyrir að kosti 2—300 kr., og er það tíu sinnum dýrara en með eimlest. Efnamenn einir geta þvt haft veruleg not þessara ferða sér til skemtunar. Loftförin geta þegar orðið að liði við landkannanir, þar sem vegir og önnur samgöngufæri eru ekki komin á, t. d. um miðbik Asíu og Afríku. Zeppelín hefir einnig í hyggju að sigla loftskipi til norðurpólsins, eftir því sem blöð skýra frá. Væri æskilegt, að honum tækist för sú betur en André hinum sænska. Síðustu blöð skýra frá því, að í ráði sé að setja á fót skóla bæði á Frakklandi og Pýzkalandi, þar sem kenna eigi verkfræð- ingum loftskipagerð og alt, sem að loftsiglingum lýtur. Einnig er nú á síðustu tímum mikið rætt um, að semja alþjóðalög um loftfarir, líkt og sæfaralögin, svo loftfarirnar geti farið fram með reglu og skipulagi. Alt þetta sýnir, að menn telja loftförin ekkert leikfang lengur, heldur nytsöm ferðatæki, sem brátt muni ryðja sér braut um allan hinn mentaða heim.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.