Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 65

Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 65
65 það, sem hún hefir lesið, þegar það er nógu »rómantiskt« fyrir hana. f>ví öðru virðist hún lítt skeyta. Áhrif frá sumum eldri skáldum eru auðsæ (einkum frá Jónasi Hallgrímssyni og nokkuð frá Þorsteini Er- lingssyni), og er það til lofs sagt en ekki niðrunar. Því hitt væri alt annað en hrósvert, ef hún hefði lesið góðskáld vor, án þess að verða fyrir neinum frjóvgandi áhrifum af þeim. Og annað er hér ekki um að ræða, því harpa Huldu er hennar eigin eign. En þrátt fyrir þessa kosti eru áhrifin af ljóðabók hennar í heild sinni næsta léttvæg. Það er svo ósköp þreytandi að fá sömu réttina upp aftur og aftur, að eins í nýrri »sósu«, og þá líkri á bragðið jafnan. Mann langar svo til að fá að heyra dálítið um mannlífið líka af vör- um skáldkonunnar og þurfa ekki altaf að fylgjast með henni á sífeldri draumagandreið eða í »himinljósa leiftursíum«. Vér vildum ráða henni til að fást nú framvegis meira við lífið sjálft, mannfélagið og mannssál- irnar. En auðvitað þyrfti hún þá helzt að eiga kost á að koma út fyrir landsteinana, til þess að geta borið lífið saman á fleirum stöðum og lært af þeim samanburði. Vér efumst ekki um, að kvæði hennar yrðu þá margbreyttari og efnismeiri en þessi eru. Í’ví skáld er hún. því getur enginn neitað, þó ekki komist hún í tölu stærri spámann- anna. En hún er ekki enn nema hálfútsprungin rós, sem ef til vill fær aldrei að springa út til fulls. Angan hefir hún að vísu, en varla nema í eina stefnu. Hún þarf að breiða út blöðin, svo að anganina geti lagt í allar áttir. V. G. JÓN TRAUSTI: HEIÐARBÝLIÐ II. Grenjaskyttan. Rvík 1909. Þetta er í rauninni sjálfstæð saga, en þó um leið framhald af »Höllu« og »Heiðarbýlinu« I. Persónurnar flestar þær sömu. Aðal- lega ein ný, sem nokkru skiftir: Jóhanna, fátæk og umkomulaus stúlka, hálfgildings fósturdóttir Egils hreppstjóra, sem Porsteinn sonur hans (grenjaskyttan) fellir ást til og þau hvort til annars. Verður hún þunguð af hans völdum, og vilja þá foreldrar hans, og þó einkum móðir hans Borghildur, stía þeim sundur og neyða hana til að giftast lyddumenni og þorpara, Þorbirni ráðsmanni þeirra, sem ólmur vill ná í hana, en hún ekki líta við. í’orsteinn getur þó unnið bug á föður sínum og fengið hann í lið með sér, en Borghildur er svo mikið forað, að við hana verður engu tauti komið. Hún rekur Jóhönnu burt af heimilinu og koma þeir feðgar henni þá fyrir hjá Höllu í Heiðar- hvammi. En Borghildur og Þorbjörn létta ekki fyr ásóknum sínum, en þau hafa gengið af henni dauðri og barni hennar. En í’orsteinn heldur stöðugt fullri trygð við hana, og lætur hvergi bugast, hveiju sem á bjátar. Um almenningsálitið skeytir hann ekki hót, heldur vill láta það koma sem skýrast fram við jarðarför Jóhönnu, að hann hafi skoðað hana sem eiginkonu sína, þó kirkjan hafi ekki sett löghelgunar- mark sitt á ástir þeirra. Þessi saga er þannig andstæða »Höllu«, sýnir einmitt hið gagn- stæða: óbifandi kjark og trúnað hjá unnustanum, í stað vesalmensku og eigingirni. Og sagan er prýðisvel sögð; alt svo ljóst og náttúrlegt °g lyndiseinkunnir allar skýrar og sjálfum sér samkvæmar hvarvetna. Og þó höf. geti stundum fatast dálítið, er þó yfirleitt ekki nein smá- 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.