Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 66

Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 66
66 ræðis list í framsetningunm; því jafnskýrt og alt er gert, þá er það þó jafnan gert með fáum, skörpum dráttum. og nokkurn veginn laust við óþarfa mælgi eða hrókaræður frá höfundinum. Persónurnar eru yfir- leitt látnar lýsa sér sjálfar með eigin orðum og gjörðum, svo að þær standa eins og meitlaðar fyrir hugskotssjónum vorum — alveg eins og í sögunum okkar gömlu. Annars minna skapsmunalýsingarnar (t. d. Borghildar) líka töluvert á þær. Og þó eru þær fyllilega gripnar út úr nútíðarlífi voru, eins og alt, sem frá er sagt. Jóni Trausta hefir aldrei betur tekist en hér. Hann er að fika sig upp í öudvegissess skálda vorra — meira að segja kominn þangað. Og þó er vísast, að honum eigi eftir að fara fram enn þá, jafnstór- stígur og hann hefir verið í þeim efnum hingað til, frá því hann fyrst hóf göngu sína. Því ekki var hann nú beysinn, þegar hann byrjaði. En fróðlegt væri að vita, hvort menn geta bent á jafngóða sögu, og »Grenjaskyttan« er, hjá öðrum þjóðum, eftir mann, sem engrar ment- unar hefir notið, nema þeirrar, sem hann sjálfur hefir aflað sér í tóm- stundum sínum frá vinnunni Þeir verða að fara að líta upp til Jóns Trausta, skólagengnu mennirnir, sem hingað til hafa litið niður á hann sumir hverjir. V. G. Z. TOPELIUS' SÖGUR HERLÆKNISINS. IV. Rvík 1908. í þessu síðasta bindi -er 13.—15, saga herlæknisins, og segir þar frá viðburðum á hinum fyrstu stjórnarárum Gústafs III. og stjórnar- byltingu hans 1772. En aðallega snýst frásögnin þó enn um Bertel- skjölds- og Larssonsættina, eins og í hinum fyrri sögum, og enn skýtur töfrahringnum konungsnaut þar upp úr kafinu, og lendir hann að síð- ustu hjá Gústafi konungi III. Er frásögnin að vanda hin skemtilegasta og þó . jafnframt einkar fræðandi um aldarhátt og menningarstrauma þeirra tíma, t. d. um háskólalífið, gullgerðarlistina. stéttaríginn, stjórn- vélabrögð og margt fleira, Getur því tæpast betri skemtibók en þessar sögur, og eiga bæði þýðandinn og útgefendurnir hinar beztu þakkir skildar fyrir að hafa komið þeim á íslenzku, En mein er að því, hve stafsetning og prófarkalestri er enn ábótavant víða hvar. f’ýðingin sjálf hefir og sömu kosti og galla og í fyrri bindunum; annars vegar snildin og tilþrifin, en hins vegar sumstaðar óþægileg hroðvirkni og dönsku- slettur, t. d. inntaka borg, hjarta (bls. 5, 271), inntakandi velvild (51), samslags (35), umvendun (442), varasemi (= varkárni, 63), ekit) (tví- vegis) fyrir »akið« (229) o. s. frv. Væri lítt um slíka smámuni að sak- ast, ef hér hefði einhver klaufi haldið á pennanum, sem ekki vissi betur; en þegar öndvegishöfundar þjóðarinnar láta þess konar hrat sjást innan um gullkorn sín, þá getur tungunni verið af því hætta búin. Því einmitt þá höfunda tekur æskulýðurinn sér til fyrirmyndar, og álítur, að vonum, alt gott og gilt, sem hann finnur í ritum þeirra. Einmitt þess vegna er hér á þessa galla bent, en ekki af neinni löngun til að varpa skugga á ritsnild séra Matthíasar, enda stendur hún á svo traustum fótum, að henni er sízt háski búinn, þó að einhverju sé fundið hjá honum. V. G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.