Eimreiðin - 01.01.1910, Page 67
67
JÓN HELGASON: PRESTARNIR OG J ÁTNIN G ARRITIN
(sérpr.). Rvík 1909.
Ritgerð þessi, sem er »að stofninum til inngangsorð til umræðu,
flutt á prestastefnunni á Þingvelli 1909«, er ákaflega tímabær um
þessar mundir, sérstaklega þegar litið er til deilu landa vorra í Vestur-
heimi. í henni er einkarglögt og gagnort yfirlit yfir játningarrit lútersku
kirkjunnar og sögulegan uppruna þeirra, og sýnt fram á með fullum
rökum, að þau séu að eins mannasetningar, sem ekkert vit sé í, að
ætlast til að hafi ævarandi gildi. Þau séu að eins marksteinar á fram-
sóknarbraut kirkjunnar, er sýni, hvernig menn á þeim og þeim tímum
skildu ritninguna og kristindóminn. En nú sé skilningur manna í ýms-
um greinum orðinn annar, og það verði því ekki réttlætt, að heitbinda
kennimenn kirkjunnar við útlistanir löngu liðinna alda á sannindum
kristindómsins, eins og þar væri um hinn algjöra sannleik að ræða.
En það, sem þó öllu öðru fremur geri kröfuna um kenningarfrelsi
presta réttmæta, sé þó það, að eiðbinding eða heitbinding prestanna
við játningarritin ríði algerlega í bága við höfuðfrumreglu lútersku
kirkjunnar, sem sé sú, að heilög ritning skuli vera hin eina óbrigðula
regla og mælisnúra trúar og kenningar í kirkjunni á öllum tímum, af
því að ritningin ein hafi að geyma hinn eilífa og óbreytilega sannleika
til sáluhjálpar.
Það er hreint og beint hressandi, að sjá jafndjarfmannlegar og
frjálslyndar skoðanir settar fram af forstöðumanni prestaskóla vors.
Og sannarlega erum vér honum samdóma um það, að hin gömlu
játningarrit kirkjunnar séu svo úrelt orðin, að ekki sé rétt að heitbinda
presta vora við þau. En ekki getum vér þó verið honum algerlega
samdóma um það, að ekkert eigi að koma í staðinn fyrir þau, —
ekki binda prestana við neitt, nema loforð um að þeir skuli kenna
samkvæmt guðs orði í ritningunni eftir beztu samvizku. Þó að enginn
efi sé á, að þessi leið mundi reynast ágæt til að víkja á bug hræsni
og yfirdrepskap, erum vér þó hræddir um að kenna mundi allmikillar
hálku á þeirri braut og hún jafnvel geta orðið stórhættuleg fyrir kirkj-
una með tímanum. Því ef hver á að hafa leyfi til að skilja og skýra
ritninguna eins og honum þóknast, þá er hætt við, að skýringarnar
verði margar og margvíslegar, og mundi þá skjótt koma fram mikið
ósamræmi í kenningum prestanna. Sumir mundu álíta alla ritninguna
guðs orð, en aðrir mundu samkvæmt biflíugagnrýninni nýju varpa svo
og svo miklu á glæ. Ósamræmi kenninganna hlyti að vekja sundur-
þykkju, og er þá hætt við, að kirkjufélagið mundi skjótt rofna, eins
og hvert það ríki, sem er í sjálfu sér sundurþykt. Vér getum því eigi
betur séð, en að nauðsyn sé á einhveiju frekara bandi en skilningi
hvers einstaklings á ritningunni, ef máttarviðir kirkjunnar eiga ekki að
gliðna í sundur. V. G.
ARAMOT. V. ár. Winnipeg 1909.
í þessum árgangi kveður mest að ritgerð eftir séra Jón Bjarna-
son: »Sjálfsvörn«, þar sem hann- rekur æfiferil sinn og framkomu í
trúmálum. Auk hennar eru þar 3 aðrar ritgerðir: »Trúarlegt víðsýni«
eftir séra Björn B. Jónsson, »Gildi heilagrar ritningar« eftir séra
5