Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 74

Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 74
74 ÍSLENZKAR SÖGUR Á BÖHMISKU. Þrjár íslenzkar sögur, sem allar hafa verið birtar í Eimreiðinni, hafa nýlega verið þýddar á böhm- isku og komið út neðanmáls í blaðinu »Hlas« (= Röddin), sem er málgagn kaþólska flokksins í Böhmen og útgefið í Brunn. Eru það sögurnar Brúin (»Most«) eftir Einar Hjörleifsson, Góðar taugar (»A prece byla v nem dobrá zilkac) eftir Gunnstein Eyjólfsson, og Tímamót (»Na rozhraní veku«) eftir Eggert Levy. Þýðandinn er séra Al. Koudelka í Pratze (skamt frá Brunn), sem ritar undir dul- nefninu »0. S. Vetti«, sá hinn sami, sem hérna um árið (1899) þýddi tvær af sögum Gests Pálssonar, eins og getið var um í Eimr. V, 117 Pví miður skiljum vér ekkert í böhmisku og getum því ekkert um það borið, hvernig þýðingarnar eru af hendi Ieystar. En oss er kunnugt um, að séra Koudelka ætlar ekki að láta hér staðar numið, heldur að þýða fleiri íslenzkar sögur. V. G. SÆMUNDUR BJARNHÉÐINSSON: THE LEPROSY IN ICE- LAND (sérpr. úr »11. internationale wissenschaftliche Lepra-Konferenz. I. B.« Leipzig 1909). í þessari ritgerð er einkarglögt og fróðlegt yfir- lit yfir sögu holdsveikinnar á íslandi frá elztu tímum og fram til ársins 1907, og jafnframt skýrt frá ráðstöfunum gegn henni (spítölum o. s. frv.) og hvern árangur þær hafi haft. Mynd er þar af Laugarnes- spítala og nokkrum sjúklingum í honum. Ritgerðin er mikils virði fyrir menningarsögu vora yfirleitt, ekki síður en fyrir læknana. V. G. UM VERZLUNARVIÐSKIFTI SVÍA OG ÍSLENDINGA (».Han- delsförbindelserna mellan Sverige och Island«, Uppsala 1909) hefir rit- stjóri Ragnar Lundborg gefið út bækling, þar sem hann eggjar landa sína lögeggjan til að auka þessi viðskifti. Samkvæmt sænskum verzlunarskýrslum hafi innfluttar vörur frá íslandi árið 1907 numið nál. 1,608,000 kr., en útfluttar vörur til íslands ekki nema rúml. 313,000 kr. Sýnir hann fram á, að þessi viðskifti gætu stórum aukist, því einmitt í Svíþjóð sé aðalmarkaðurinn fyrir íslenzka síld, t. d., og ís- land þurfi mjög á ýmsum sænskum vörum að halda, bæði timbri, járn- vörum o. fl. Hann ræður því til að skipa launaðan heimangerðan konsúl á íslandi, eins og Norðmenn og Frakkar hafa gert, og koma á fót beinum gufuskipaferðum milli Svíþjóðar og íslands. Hann vill og láta Svía auka að mun síldarútgerð sína við ísland. V. G. OFUREFLI, saga Einars Hj örle ifsson ar, er og komin út á dönsku á kostnað Gyldendals bókaverzlunar, og er hinn danski titill hennar »Overmagt«-— sjálfsagt til þess, að hann ekki kæmi í bága við nafnið á leikriti Bjórnsons »Over Ævne«, sem bezt mundi hafa náð merkingunni í »ofurefli«. f’ýðingin er eftir skáldið Ólaf Hansen, mentaskólakennara í Árósum, og er hún prýðilega af hendi leyst, jafnvel meistaralega oft og tíðum, ekki sízt þar, sem vandinn var mestur og erfiðast að þýða. Þetta höfum vér sannfært oss um við nákvæman samanburð. Lítilsháttar ónákvæmni má að vísu finna á einstöku stað, en eiginlegar þýðingar- villur getum vér varla talið nema tvær, og skiftir önnur þeirra engu,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.