Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 76
76
haft á þessa einu tungu. En hins vegar getur þetta eigi orðið hand-
bók fyrir þá, sem lesa norrænu ritin og langar til að vita hvaðan
þetta og þetta orð er komið. Það er óvinnandi verk, að eltast við
að fletta upp í hvetju smásafninu af öðru, þangað til orðið finst. Ég
get því hugsað, að margir hefðu heldur kosið eitt orðasafn, og fylgdi
þá hverju orði skammstöfun, er tilgreindi uppruna þess. Þá væri
engin frágangssök fyrir neinn sem vildi, að tína sjálfur orðin í flokka
samkvæmt upprunanum.
Ekki kann ég að dæma um það, hve margt er nýtt í skýringum
höf., það er menn hafa eigi vitað áður, en mesta verkið virðist það
hafa verið, að safna öllu þessu og raða. Höf hefir víst sópað vand-
lega orðabækur og önnur heimildarrit, og ef til vill tekið fremur of
margt, en of fátt. Ég á, t. d., bágt með að skilja það, að sögnin
að »eygja«, (= koma auga á) geti eigi verið heimaunnin norræn
(haug-heygja, baug-beygja), þótt til sé eitthvert líkt orð í miðalda-
þýzku. Sama er að segja um orðin: dumpa, dynkr, hlunka, sem
höf segir að ekki sé norrænn blær á. Sh'k orð, sem einungis eru
gjörð til þess, að líkja eftir einhverju hljóði í náttúrunni, eru að jafn-
aði nokkuð einstæðingsleg, einnig í öðrum málum. Þá er og undar-
legt, ef orðið sínkr má eigi vera samstofna við e.-f. af afturbeygj-
anlega fornafninu. Ætla má að lærðir málfræðingar gætu lengi deilt
um það, hvort alstaðar sé rétt farið með það, hvaðan orðin eru
komin inn í norræna tungu, því að rætur þeirra sumra finnast í fleiri
en einu af samtíðarmálum hennar. Einstöku óaðgætnisvillar eru í
þýðingum, A. B.
ISLANDICA I—II. Svo nefnist rit það, er prófessor Fiske ákvað
í erfðaskrá sinni, að gefið skyldi út árlega af bókasafni því, er hann
gaf Cornell-háskólanum í íþöku. Skyldi efni þess jafnan vera eitthvað,
er snerti ísland eða hið íslenzka bókasafn hans. Er í fyrra bindinu
skrá yfir allar íslendingasögur og þætti og þýðingar af þeim á önnur
mál, en í hinu síðara er skrá yfir öll þau rit og ritgerðir á ýmsum
tungum, er snerta Vínlandsferðir fornmanna og margt fleira, er stendur
í sambandi við hinn fyrsta fund Ameríku.
Bæði eru þessi bindi samin af bókaverði Fiske - safnsins, herra
Halldóri Hermannssyni, og hefir hann leyst verk sitt svo vel af
hendi, að bæði er honum sjálfum til hins mesta sóma og öðrum til
stórgagns og ánægju. Það er beinlínis tilhlökkunarvert að geta átt
von á viðlíka bindum árlega frá hans hendi. V. G.