Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Qupperneq 1

Eimreiðin - 01.05.1911, Qupperneq 1
Jón Arason. Erindi flutt á Akureyri 7. nóvember 1910. Eftir MATTH. JOCHUMSSON. Pað mun þykja jafn-auðvelt sem maklegt, að minnast Jóns biskups Arasonar á »stórafmæli« aftöku hans, er fram fór þennan dag fyrir þrem »stóröldum«. En í raun réttri er minnistala eftir þá þjóðhetju lands vors jafn-torveld, sem ef semja skyldi rétta og röklega æfisögu hans. En það er ógert enn. Og svo segir enskur norrænufræðimaður, Ker prófessor, að slíkt sé undarlegt hjá sögufróðri þjóð, því að hinn sami hetjubragur hvíli yfir Jóni Arasyni og sögu hans, sem einkent hafi fornsögur vorar og fornkvæði, alla tíð frá Völsungsögum eða kvæðum um Sigurð Fofnisbana. Enda er sannast að segja, að ekki er skortur á sögnum um Jón Arason; mun og nafn hans og Grettis vera þau tvö, sem alþýðumenn á landi hér kannast bezt við allra íslenzkra nafna. í tvær aldir hafði sagnaritun legið niðri á landi voru, þegar tekið var aftur að rita sagnir og sögur, en það var um 1600, 50 árum frá falli Jóns biskups. Gafst því drjúgur tími til að hugleiða, hvað orðið hafði og orðið var, og þó einkum til að mynda sagnir um hinn mesta mann hinna nýju siðaskifta, er kölluð hefur verið siðabót eða »reformazíón«. Mun það ekki hafa aftrað fleirum en einum vorra nýju sagnfræðinga frá að semja til fulls sögu hans, að hinar mörgu sagnir um hann og ótal ritkorn frá 17. öld, er lítt ber saman, hafa vafist fyrir þeim? En hins- vegar vissu þeir, að alþýðan, þjoðin sjálf, er merkilegur sagna- meistari á sinn hátt. Pað sjáum vér á þjóðsögum vorum og tilorðning fornsagna vorra. Eða mundi B. Björnson hafa gleymst og glatast fyrir það, þótt enginn sagnaritari hefði verið á hans dögum í Noregi? Nei, hann hefði ekki dáið sögulaus að heldur, heldur endurrisið sem sagnhetja og sögu hans verið á loft haldið um Noreg endilangan, og það sögu með breyttu letri eða 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.