Eimreiðin - 01.05.1911, Page 2
78
með þjóösálarinnar eigin hendi. Pjóðirnar geyma nær æfinlega
stórmenni sín í lifanda minni, sem menjagrip eða fasteign. En
um leið fegra þær og magna mynd hetjunnar, svo hún skýrist
sem bezt og verði sem líkust — ekki veruleikanum, sem var,
heldur þjóðarinnar eigin hugsuðu mynd og líkingu. Pessu hrýs
sagnfræðingnum hugur við að hreyfa, því að ljósmyndir eru brot-
hættar. Vilji hann leita réttra heimilda og fullra raka, veit hann
fyrir, að skuggar muni falla á myndina, því að »tvinnað er æ
í athöfn manna ilt og gott sem dæmin votta.« En ætli hann
sér að semja sögu hetjunnar þannig, að alþýðu-myndin héldi sér
hreinni, verður hann gullgerðar-maður, en ekki sagnameistari;
enda er það hið sama og að vilja gylla gull.
Eg hef nú miklu léttara verkefni að leysa, og vil einungis
reyna að mynda stutt sýnishorn af Jóni biskupi og samtíð
hans, og verð að vísa þeim, sem meiri fróðleiks æskja, til sjálfra
heimildanna, sem flestar eru komnar á prent; hefi ég fyrir löngu
kynt mér þær allar, án þess að koma þeim saman; það er og
víða ekki unt. Langbeztu not hefi ég haft af Árbókum Espólíns,
því þótt hann þá hefði ekki nær allar þær heimildir, sem vér
nú höfum, og frásögn hans sé stundum athugaverð, geta fáir
farið betur með sögur en sá meistari; og um Jón Arason tókst
honum einna bezt að rita og eflaust næst hinu sanna.
Jón Arason var borinn árið 1484 (ári síðar en hans mikli
samtíðarmaður Lúther) á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði; var hann
kominn af hinum beztu ættum, þótt foreldrar hans væri engir
auðmenn. Var Ari faðir hans sonur Sigurðar príors á Möðru-
völlum, en Elín móðir Jóns var frændkona Einars ábóta ísleifs-
sonar á Pverá, er var góður maður og réttvís. Móðir Jóns varð
snemma ekkja og fluttist þá með einkason sinn Jón að smábýlinu
Grýtu, skamt frá klaustrinu á Pverá. Hún var engin búkona, en
Jón óþroskaður; lifðu þau því við lítinn kost. Eitt sinn hafði
Jón leitt heim á til skurðar úr innstæðu jarðarinnar, og hafði
lagt niður, en í því kom móðir hans að, og bað hann bíða,
meðan hún vitjaði um kú sína. Jón gerði svo, og kom þá móðir
hans með það fagnaðarerindi, að kýrin væri borin. »E*á verð ég
eitthvað annað en sauðaþjófur,« svaraði piltur. Á klaustrinn var