Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 5

Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 5
8i fyrst í 2 ár fyrir nauðsynja sakir; en þá, 1522, kom Ögmundur Pálsson út með biskupsdóm í Skálholti og umboð yfir Hólastól og stifti, svo og hirðstjórn; var hann óárennilegur keppinautur. Vildi hann koma sínum vini að í Norðurstiftinu, því fremur sem hann ugði ráðríki Jóns, vildi því ónýta kosning hans og bannaði honum utanför. En hér setti Jón krók á móti bragði og tók til sinna kænskuráða. Nú varð erkibiskupslaust í Niðarósi, svo utanför Jóns dróst enn í 2 ár, og allan þann tíma beittust þeir Ögmundur brögðum; verður hér að sleppa þeirri sögu, en endirinn varð sá, að Jón Arason náði biskupsvígslunni, en ekki maður Ögmundar. Er líklegt að erkibiskupi hafi þótt manna munur og kjörið því fremur Jón Arason, en síra Jón Einarsson, er þó var mikilsháttar klerkur. Útvegaði Jón Arason honum Oddann í sárabætur og voru þeir vinir síðan. Mælt er, að þá er Jón gekk frá vígslunni fram eftir dómkirkjunni, hafi mítrið fallið af höfði honum, og sveinar hans tekið upp, og hafi hann þá mælt: »Svo mun minn biskupsdómur með skyndingu niður falla.« Pegar Jón biskup var seztur að stóli, hóf hann stjórn umdæmis síns með þeirri rögg- semi, sem fylgdi honum alla æfi. Voru í fyrstu tvö stóreflismál, sem að honum kölluðu. Fyrst af öllu vildi hann sýna hinum stórmektuga Ögmundi í tvo heimana. 1525 háði hann hina stóru alþingisreið og hafði ekki minna fylgdarlið en 900 manna, og var enginn sona hans eða tengdasona þá enn þroskaður. Ögmundi hafði komið njósn og mætti með enn þá meira fjölmenni. Lá við sjálft að bardagi yrði, því báðir biskupar voru ofurkappsmenn. Fyrir milligöngu góðra manna sættust þeir loks á, að einn maður úr hvors liði berðist þar á þinginu í einvígi, og skyldu sakir jafnast með því móti, að sá vægði til, er þann legði fram, er miður hefði. Eysteinn hinn sterki hét kappi Ögmundar, en Atli Jóns maður. Peir áttust lengi við, svo ekki mátti milli sjá, en svo lauk, að Eysteinn sló hanzkann af hendi Atla, svo niður féll sverðið. Var þá gengið í milli. Hældust Sunnanmenn heldur en ekki um, en hinir töldu sigur Eysteins lítinn og óvissan. En samt sem áður sættust biskupar að kalla, enda munu báðir hafa rent grun í, að um meira mundi bráðum verða að deila, þar sem Lúthersvillan var, er þeir kölluðu, og þá þegar var tekin að vekja óróa á Norðurlöndum. Dró þetta og fleira saman með þeim, enda sveigðu stundum báðir til, og fór svo fram þau átján ár, sem Ögmundur hélt biskupsdómi. Ári síðar tók Jón biskup

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.