Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 6
82 annað stórmæliö fyrír. Pað reis út af svo nefndri Sveinsstaðareið og var þannig vaxið: Meðan Jón var ræðismaður og biskupsefni, hafði Teitur hinn ríki í Glaumbæ tekið mann nokkurn úr Húna- vatnssýslu í sitt skjól, er fallið hafði í sekt nokkra við Hólakirkju. Jón kærði manninn, en Teitur kvað sökina ósanna og neitaði að framselja hann. Fór þá Jón vestur með ríflegri fylgd til að ná lögum yfir þeim Teiti. Tók hann með sér Grím lögmann á Okrum og Hrafn Brandsson, hinn unga sýslumann Skagfirðinga. Fyrir ofríki Teits gátu þeir ekki sett þingið á varnarstað hins seka manns, og settu það á hóli nokkrum í Sveinsstaða landi. Pangað kom Teitur með týgjaða sveit og sló þar í bardaga; einn maður féll og ýmsir urðu sárir, þar á meðal Teitur sjálfur af ör, sem Grímur sendi honum í handlegginn. Biskupsefni lét síðan dæma Teit í þunga sekt, en Teitur þverneitaði að hlýða dóminum; en lögmaður varð hann samsumars og var svo sýknaður af ákæru Jóns með 12 manna dómi. Pannig stóð þangað til þremur árum síðar, að Jón sá sér fært að snúast aftur við Teiti. Er alllöng saga um viðureign þeirra. Hið fyrsta, sem Jón gerði, var að ná lögsögunni af honum og koma Hrafni í sæti hans, og honum gifti hann svo Pórunni dóttur sína 14 ára gamla. Nú tók Hrafn við málinu og stefnir Teiti fyrir dóm á Seilu. Var þar krafist vígs- bóta af honum fyrir mann þann, er féll á Sveinsstaðafundi. Teitur mætti ekki, en þó var dæmt, að sýknudómur hans frá 1523 skyldi vera ógildur, en Teitur sekur og útlægur, hálft fé hans til konungs, en hálft til erfingja; skyldi og Hrafn taka allar eignir hans undir sína umsjá. Sumarið eftir sigldi Hrafn og fékk kon- ungs staðfesting á dómi þessum, og keypti af honum hálfar eignir Teits fyrir 300 gyllini. þegar hann kom út, rak hann Teit burt frá Glaumbæ, en settist þar sjálfur; erfingjunum skilaði hann engu, en Teitur flýði suður á land, og hélt einungis eftir jörðum þeim fyrir austan, er hann þar hafði erft eftir afa sinn, Teit ríka Gunn- laugsson; voru það kallaðar Bjarnarness-eignir. Pær eignir seldi hann fyrir lítið verð Ögmundi bpi. Én lítt gat Ögmundur styrkt mál hans, því Jón bp, kallaði allar eignir Teits sektarfé, og aldrei náði Teitur né heldur erfingar hans nokkru verulegu af arfinum, sem kallaður var 16 hundruð hundraða virði. Hófust og 20 árum síðar Bjarnarnessreiðir Jóns bps. út af þeim arfi. En flestum blöskraði sá yfirgangur, sem Hrafn sýndi Teiti og örfum hans, enda verður ekki annað séð, en að Jón biskup væri jafnsekur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.