Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 7
83
Hrafni. En hvorki studdi þessi nýi auður hamingju biskups né
Hrafns, því tveim árum síöar lét Hrafn líf sitt í einvígi fyrir sveini
sínum, sem hann neyddi til að þreyta vígfimi við sig. Börðust
þeir fyrir bæjardyrum í Glaumbæ, þar sem Teitur hafði síðast
stigið á hest sinn, er hann kvaddi Glaumbæ og mælti bölbænir
yfir þeim, sem við tæki. Tórunn ekkja Hrafns hvarf við það heim
aftur til Hóla, og var þá 16 ára; var kallað, að hún hefði alið
barn við Hrafni, og því hafi Jón bp. tekið til sín eignirnar. Nokkru
síðar gifti hann hana ísleifi sýslumanni á Grund í Eyjafirði, og
bjó hún þar síðan; þótti hún skörungur mikill, en ærið stórráð.
Var ísleifur stórauðugur, en varð ekki gamall; giftist þá þórunn
í þriðja sinni, fornkunningja sínum, Porsteini syni Guðmundar
undir Felli, Andréssonar. Ekki átti hún afkvæmi, sem lifði.
Glaumbæ gerði Jón bp. að prestsetri, áður en þeim stað varð
náð af honum af erfingja Teits, og hefur þar prestur verið síðan.
Lýkur nú hér að segja frá hinum fyrri stórræðum Jóns bps.
Mátti nú heita að hann sæti í góðum friði alllanga hríð, eða
jafnvel þangað til 1548, að uppreist hans hófst og afskifti í Skál-
holtsstifti. Skal nú geta barna hans og Helgu. Tau voru 6 og
af þeim tvær dætur, og hef ég minst á Pórunní. Hin hét Helga.
Hana gifti biskup Eyjólfi í Stóradal undir Eyjafjöllum, Einarssyni,
Eyjólfssonar lögmanns. Hann taldi sér 6 hundr. hundraða. Pau
áttu margt barna og urðu kynsæl. Magnús hét hinn elzti sona
þeirra Jóns og Helgu og varð prestur á Grenjaðarstað. Hann
andaðist ungur og flutti þá í hans stað næsti sonurinn, hinn
nafnkunni séra Sigurður, er þann stað hélt lengi eftir daga föður
síns; var hann tvisvar kjörinn biskup til Hóla, en Danir ónýttu
kosning hans í bæði skifti; en þó var hann spakmenni mikið og
hélt uppi höfðingskap föður síns meðan hann lifði og var stór-
auðugur, enda fylgði honum dóttir Péturs Loftssonar í Stóradal.
Ari varð lögmaður fyrir tilstilli föður síns eftir Hrafn, og þótti
þó ærið ungur, en hann var manna bezt á sig kominn, lagamaður
mikill og forvitri. Hann bjó í Möðrufelli og átti Halldóru frá
Möðruvöllum, dóttur Porleifs hins ríka, Grímssonar. Síra Björn
var hinn 4., eins og kunnugt er. Honum fylgdi Steinunn dóttir
Jóns sýslumanns á Svalbarði. Hann var og stórauðugur, en
heldur þótti hann ribbaldi; en Steinunn þótti hið mesta kvennval
og líkust bróður sínum Magnúsi prúða; þau síra Björn sátu á Mel
í Miðfirði, og gekk þeirra rausn næst Jóns bps. sjálfs, en ekki