Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Qupperneq 8

Eimreiðin - 01.05.1911, Qupperneq 8
84 var síra Björn eins vinsæll maður; en föður sínum fylgdi hann fúsast þeirra bræðra, enda áttu stórræðin bezt við hann, og hafði hann mikinn hug á Skálholts biskupsdæmi. Kyn þeirra Stein- unnar varð einna kynsælast allra barna Jóns bps. Er mælt að Jón bp. hafi dreymt fyrir kynsæld niðja sinna, er hann dreymdi fám dögum fyrir andlát sitt í Skálholti, að hann gleymdi glófa sínum á háaltari dómkirkjunnar; þótti það rætast, er 5 biskupar — eins margir og þumlar glófans — höfðu orðið biskupar í Skálholti. Svo segir Espólín um Jón biskup, meðan meðlætið lék við hann: Jón biskup naut lengi vinsælda, jafnvel hjá hirðstjórum og fógetum, svo þeir veittu honum á stundum flestar eða allar sýslur fyrir norðan, hvort heldur hann kaus sjálfur að hafa eða veita öðrum. Hann átti 70 lesta kaupskip í förum, það er síðar týndist fyrir stormi fyrir vestan Tindastól. Verzluðu þá Ham- borgarar hér, og bætti sú verzlum mjög aíkomu landsmanna. Af slíku og öðru varð Jón bp. stórauðugur og efldist svo mjög að ríki og fé, að enginn var hans jafningi um það hér á landi, enda treystist enginn móti að mæla því, er hann vildi vera láta. Hann var hinn mesti rausnarmaður, og í flestu var hann og synir hans manndómslega á sig komnir; ör var hann og kátur við vini sína og gesti og gerði þeim alt til skemtunar. Sbr. vísuna: »Til á ég tafl með spýtum,« o. s. frv. Hvað upplag og skaplyndi Jóns bps. snertir, verður því ekki neitað, að hann hefur verið einrænn nokkuð og gerráður — eins og mikilmennum er títt — og ráðríki hans magnast þó sakir stöðu hans og tíðarandans. En skapbrigðamaður hefur hann einnigverið; »á jólum verðum vér á Hólum«, hafði hann oftlega sagt, þegar hann sat fangi í Skálholti; en stundum kom skap hans fram í meinyrðum eða gletni, eins og þegar hann bað að heilsa Sigurði dóttur sinni og Eórunni syni sínum. Bjartsýni virðist hann þó hafa haldið til hins síðasta, hvað sem á gekk, og ávalt trúað á sigur þess, er hann áleit satt og rétt — alt til þess, er hann kvað hina ógleymandi vísu: »Vonds- lega hefir oss veröldin blekt«. En að hann væri bjartsýnn og hygðist yfirleitt gera rétt, var engin furða, eins og lánið hafði leikið við hann frá blásnauðri bernsku hans. Aldrei hafði Hóla- dýrðin komist hærra eða jafnhátt og um hans daga, og svo lék öll hamingja lengi við hann og börn hans, að gæfa hans var líkust móður, sem dekrar svo við óskabarn sitt, að við því er búið, að hún geri það að ónytjung eða auðnuleysingja. Sannaðist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.