Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 11

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 11
87 Hann var síðan haldinn miðr heldur tók að kárna fyrir Árna; þeir þrengdu ’onum undir þver- pall niðr, þá nam bæði brjóst og kviðr með síðum sárna. Og loks kvað hann sinn gamla bragarhátt um sína síðustu suður- reið, og eru þær vísur ódauðlegar; mikilmenskan og bernskan, grobbið og glensið fallast þar í faðma: Pessi karl á þingið reið þá með marga þegna, svo gegna, Öllum þótti hann ellidjarfr ísalandi næsta þarfr, og mikils megna. Víkr hann sór í Viðeyjarklaustr, víða trúi’ eg hann svamli, sá gamli. Við Dani var hann djarfr og hraustr, dreifði’ hann þeim á flæði og flaustr með brauki og bramli. Pá er og sú vísa ágæt, er hann kvað eftir stóru reiðirnar 1547 til Bjarnarness og síðan vestur í Vatnsfjörð: Nú er hann kominn til Hóla heim hægur í sínu sinni, ég inni; orðinn er hann ellimæddr, en aldrei trúi’ eg hann verði hræddr, þó ljóðin linni. Enn má nefna þessa vísu um umrótið syðra: Hnigna tekur heims magn, hvar finnur vin sinn? fær margur falsbjörg, forsómar manndóm; trygðin er tryld sögð, trúin gerist veik nú; drepinn held ég drengskap, dygð er rekin í óbygð. í annan stað verður að minnast á hin stóru kvæði Jóns bps.; má ætla, að meginið af þeim sé ort á yngri árum hans, og ef til vill eftir hvötum fóstra hans, Einars ábóta á Pverá, því öll kvæðin minna á hinn bezta anda klaustranna, og á Pverá hefur Jón lært sinn kristindóm; höfðu þar og oft verið vitrir munkar og frjálsari, að ég hygg, í skoðunum, en í öðrum, klaustrum á

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.