Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.05.1911, Qupperneq 12
88 íslandi. Par var Bergr Sokkason á 14. öld og löngu fyr Nikulás ábóti Bergsson (f 1159). Margir hafa ætlað, að kvæðin, og eink- um Píslargrátur, muni hafa verið ort á síðustu dögum Jóns bps. En til þess vantar sönn líkindi, enda skorti þá öll föng og tíma til þvílíkra starfa. Pað er og vart hugsandi, að höf. hefði þá hvorgi sveigt að siðaskiftunum og þeim háska kristninnar, sem honum þótti yfir vofa landinu. En kvæðin eru þessi: Píslar- grátur, Ljómur, D avíðsdiktur, Niðurstigsvísur og Krossvísur. Um kvæðin segir Finnur próf. Jónsson í Bók- mentasögu sinni: »Pau eru öll ágætlega ort að öllu leyti; málið einfalt og blátt áfram og setningaskipan greið og ljós. Pau lýsa því andríki, trúarmóð og hita, sem búið hefur í brjósti Jóns biskups.« Eins og áður er sagt, entist ró og friður í Norðurlandi alla daga Jóns bps., eftir að Teits málum linti. Var Jón bp. ekki einungis hinn stjórnsamasti maður, heldur og hinn mildasti, og það eins við ríka og snauða, enda unnu honum allir, eins vítt og hans yfirsókn náði; og líka átti hann marga vini víðar, svo sem í Borgarfirði og á Vestfjörðum. Fátækum gaf hann ríflegast allra biskupa, og lét tvisvar á ári útbýta þeim 15 eða 20 hundraða virði í vistum, klæðum og skóleðri. Veizlur hélt hann margar og með mikilli rausn og glaðværð, eins og ég hefi áður tekið fram; átti það dável við Norðlendinga hans, enda vissu þeir, að nógur- inn var til og húsbóndinn fæddur gleðimaður. En nú, er hæst stóð velgengnin, tók veður háskalega að þykna í lofti. Fyrst bárust honum þau tíðindi, að dómkirkjan í Skálholti hefði brunnið til kaldra kola, þar næst, að Kristján konungur hefði fangað alla biskupa í Danmörku, tekið kirknafé og klaustra, og lögleitt siðabót Lúthers. Yfir þeim tíðindum mun hann hafa orðlaus orðið. Pá fréttir hann aðfarir Pjóðverjans Diðriks van Minden og töku Viðeyjar. Pá kvað Jón bp.: Sunnan að segja menn Sundklaustur haldið laust; þýzkir gerðu þar rask þeygi gott í Viðey. Öldin hefir ómild Ála bruggað vont kál. Undarlegt er ísland ef enginn réttir hans stétt. 1540 frétti hann 1 Kalmanstungu á þingreið þau stórtíðindi, að Gissur bp. væri kominn út með nýja kirkjuskipan, en Ögmundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.