Eimreiðin - 01.05.1911, Page 13
8g
tekinn og fluttur utan blindur. Hvað skyldi nú til bragðs taka?
Urræðin urðu þau, að bisbup sneri norður aftur, en Ari ritaði
lögréttunni og sagði af sér lögmenskunni. Síðan sendi Jón biskup
Sigurð son sinn utan á konungsfund og bað leyfis að halda við
hinn forna sið, en hindra ekki að öðru leyti kirkjuskipan konungs.
Sigurður kom aftur með þetta leyfi.1) Lét nú biskup vera kyrt.
Tók hann það ráð að gera tyllisætt við Gissur, eins og fyr við
Ogmund, því að hann vissi, að Gissur var hinn slungnasti ráða-
gerðarmaður, en hafði ótakmarkað konungstraust, enda sá hann
fyrir, að hinn nýi biskup mundi ekki verða ofsæll í tigninni, eins
og brátt sýndi sig, að hávaðinn af klerkdóminum og nálega öll
alþýðan var honum þrjózkt og óhlýðið, óðara en hann reyndi til
að bæta siðina. Fór því alt skipulega, en vináttulaust, milli
biskupanna, meðan Gissur lifði. Pó tók Jóni loksins að leiðast
kyrsetan, og víkingslundin enn að gera vart við sig, og það var
sú ástríða, sem ein benti á eitthvað sjúkt eða eitthvert ósjálf-
ræði í fari hans. Hann gat ekki gleymt Bjarnarnesseignunum, er
Skálholtsbiskup hefði keypt ranglega af Teiti, sekum manni og
útlaga. Hann hóf því reið mikla þangað 1545, en náði litlu, og
fór því aftur austur 1547 og tók þá Bjarnarnes og það, sem hann
náði. Pá ritaði Gissur honum þungyrt bréf og kvað hann gera
lagabrot, því að eignirnar lægi undir konungsdómi. Ekki kipti
Jón bp. sér upp við það, heldur reið samsumars vestur í Vatns-
fjörð, því hann þóttist hafa einhverjar heimildir fyrir þeim stað.
En síra Jón Eiríksson, er þar bjó, hafði margt manna fyrir, og
tók viturlegt ráð. Hann sló upp stórveizlu fyrir biskup. Blíðkaðist
hann svo við það, að málið jafnaðist að mestu; skildu þeir nafnar
vel. I Vatsnsfirði leizt biskupi vel á sig og mintist Vatnsíjarðar-
Kristínar. sem vísan sýnir:
Virðist mér Vatnsfjörðr
vera, það sem sagt er,
heiðarlega húsaðr
horfinn um með grænt torf.
Kristín hefir bygt bezt
og búið þar rík frú.
Hann tel ég heppinn,
sem hlotið getur það slot.
Og nú komu uppreistarárin 1548 til 1550. Og skal ég þá
fara fljótt yflr sögu, enda er hér atburðaröðin ljós og óyggjandi.
') I3etta mun miður nákvæmt sjá hinum háttv. höf. — Sjá- Siðbótarsögu F B.
bls. 67.
RITSTJ.