Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Qupperneq 15

Eimreiðin - 01.05.1911, Qupperneq 15
91 landi sem hann kallaði beina óstjórn og landráð gagnvart guði og mönnum. Svo sýnist sem enginn þeirra höfðingja, sem ári síðar dæmdu hann og sonu hans drottinssvika og landráðamenn, hafi þá andmælt honum einu orði, heldur fylgt sínum gamla höfð- ingja af ávanahlýðni. En hvað blindaði hinn gamla mann? Var þetta ekki sama og að ganga út í beina ófæru? Að synir hans vildu ekki skilja félag sitt við föður sinn gamlan og mæddan, og nú dæmdan til útlegðar fyrir róg vondra manna, það er skiljan- legt; en að hinir höfðingjar Hólastiftis fylgdu honum, þótt þeim þætti biskup hafa nokkurn lagarétt eftir fornum kirkjurétti, það er lítt skiljanlegt, einkum þar sem þeirra eigin fé, völd og frelsi virtist í veði, ef illa færi, sakir ríkis konungs. Og Jón bp. sjálfur? Getur nokkrum manni sýnst betur, en að veröldin hafi hann þar vondslega blekt ? Sá hann ekki, grunaði hann ekki, að nýr tími væri upp runninn, og að hin umliðna tíð hefði þá þegar fylt mæli. synda sinna? Hvernig sem það var, þá er á annað að líta, og vér verðum að reyna til að líta á ástandið, sem þá var, með Jóns biskups augum. Eða getur nokkur með íslenzku blóði í æðum annað er dáðst að þessum blinda ofurhuga! Að hann enn vildi reyna manndóm sinn og dáð og leggja líf sitt heldur í sölurnar, en horfa á þjóð sína glataða? Hann sá, að tilraunin var ófæra, en hann gat ekki annað, gat ekki gefist upp að óreyndu. Alt annað heldur en þá auvirðiskúgun útlendra manna, sem vill ræna oss í einu sál og líkama, æru, fé og frelsi! Fram, fram! Enn megum vér þessa fjendur, rógsmenn og ránsmenn yfirstíga! I nafni drottins herskaranna, á stað, á stað! f*annig mun hann hafa hugsað og talað, og hjarta hvers Norðlendings hefur brunnið af gremju og guðmóði. Með 400 veltýgjaðra manna reið hinn ósigrandi Hólabiskup síðan suður á Pingvöll og fylkti þar liði sínu á völlunum fyrir ofan Lögréttuna. Síðan gekk hann þangað í sæti sitt í lögréttu. Og er hann tók til máls, dugðu engin mótmæli, enda þorði enginn þau fram að bera; sló ótta á alla, ríka sem óríka. Lýsti hann Martein ólöglega kjörinn, og væri hann afsettur. Síðan lét hann kjósa Ara til lögmanns aftur í stað Orms, þar eð rógsmenn hefðu svikið af honum embættið. Margt annað gerðist þar; eitt var það, að Ari gekk að Múla hirðstjóra og varpaði fépyngju framan á nasir honum og mælti: »Et nú þetta!« Pótti þeim feðgum Múli sá hafa borið róg um sig fyrir konunginn. Hirðstjórinn varð hræddur og forðaði sér með sveinum sínum, og mun þegar hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.