Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 16
92
riðið af þingi. Pegar biskup hafði sýslað það, er hann vildi, reið
hann í Skálholt írieð allan flokk sinn og hafði Martein í broddi
fylkingar. Par var enn sem fyr órugg fylking hermanna fyrir.
Og er staðarmenn hikuðu við að leyfa Hólabiskupi aðgöngu
að staðnum, lét hann Martein rita bónarbréf heim, að menn
skyldu veita Jóni biskupi móttöku og full grið, því að líf sitt væri
í veði. fetta dugði, og er inn kom, grýtti síra Jón Bjarnason
staðarlyklunum í Martein og bað hann ábyrgjast. Par sat svo
Jón bp. nokkra daga og umrótaði öllu, sem hann vildi, lét hreinsa
og vígja upp dómkirkjuna, grafa upp lík Gissurar bps. og jarða
utan garðs; síðan vígði hann nokkra presta, og ekki gleymdi
hann Bjarnarnessjörðunum og lét 12 menn, og suma að sögn
sárnauðuga, dæma sér þær. Loks lýsti hann yfir því, að hann
hefði tekið að sér umsjón Skálholtsstiftis að íslenzkum lögum.
.Ætlaði hann síra Birni syni sínum biskupsdæmið, en síra Jóni
skipaði hann yfir staðinn sem fyr; en Martein skyldi þar engu
ráða, heldur fara vestur til bús síns. Og það gerði hann. Pá er
haft eftir J. A., að nú hefði hann alt ísland á valdi sínu, nema
1J/2 kotungsson. Meinti hann þá Pétur og Martein bp., bræður. Úr
Skálholti reið biskup til Viðeyjar, setti aftur klaustrið, en rak
Múla hirðstjóra og alla aðra Dani út á skip. faðan reið hann
vestur til Helgafells og viðrétti klaustrið þar, en rak burt umboðs-
mennina. Daða náði hann ekki, en setti honum dag, þá er liði
á sumarið. Að þessu búnu reið hann heim, og gat þá með
góðri samvizku sungið:
Nú er hann kominn til Hóla heim, o. sv. frv.
Nálega ótrúleg þrekraun hefur slíkt ferðalag, auk alls annars,
verið meira en hálfsjötugum manni. Pví vegalengdin fram og
aftur er eflaust nærfelt 200 mílur!
Um haustið vildi Jón bp. endilega skreppa vestur í Dali til
fundar við Daða; réð kona hans honum alvarlega frá þeirri ferð,
en — tíminn var kominn, og biskup lét sig ekki letja. Hann
hafði eina 30 (ýgjaða menn með sér og sonu sína báða. I Borgar-
firði safnaði hann vinum sínum til fylgdar, og urðu þeir alls um
90 manns. Peir settust að á Sauðafelli, öðru höfuðbóli Daða, og
skamman veg frá Snóksdal. Par kom Ormur til að setja dóminn,
en Daði ekki. Var sá galli á Ormi, að honum trúðu hvorki
vinir hans né óvinir, svo hjóllyndur var hann. Hafði hann selt
síra Birni Sauðafell, eða heitið að selja, en fullselt það Daða. Og