Eimreiðin - 01.05.1911, Side 21
97
hugann blíðkar heilagt sumarkvöld;
uppi’ í lofti ómar fugla-kliður,
undir tekur harnrafossins niður,
breikkar tóna-bylgjan — þúsundföld.
Upp í fjarskann andans sjónir miða,
iða smá-ský, tvístrast þar og riða
bjartir möskvar bylgjum loftsins á;
á þeim festist fjöldi himinljósa,
fjærst í vestri er úða-bakki rósa,
í austri’ er skýlaus uppheims-höllin blá.
Daggarblæjur liðast lofts í hæðum —
líkt og faldar blakti’ á töfraslæðum,
birtast, hverfa, breiðast fjær og nær;
frjálsar dansa’ í friði sólar-hallar
fagurskrýddar Huldur loftsins allar;
Alvalds kraftur uppheims-strengi slær.
Leiðast smá-ský ljóss á örmum þöndum —
líkt og englar taki saman höndum;
iða vængir eilífðar um geim; —
en við hafsbrún yzt hjá vestur-ströndum,
aftan-sól, sem lampa í hjálmaböndum,
lætur drottinn loga handa þeim.
III. PÚ, HLJÓMSINS GUÐ.
Pú, hljómsins guð! með víðtækt undra-veldi,
þinn vængja-máttur lyftir þreyttum hug,
er flý ég til þín, inni — einn — á kveldi,
þú afl mér glæðir við þitt tóna-flug;
þú friðinn ber!
ég fagna þér!
þú fýlgir mér til hugsjónanna landa,
með himin-sælu eilífðar í anda;
— minn uppheims guð! ég fagna þér!