Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 25
IOI
huga. Ef þú því vilt ná hylli húsbænda þinna, þá taktu eftir, hvar
þeir eru veikir fyrir, því hvert einasta mannsbarn hefir sína breysk-
leika. Neyttu svo skynseminnar, vertu einlæg og einföld sem dúfa,
en jafnframt séð sem höggormur, og þér mun vel farnast. Vertu
ekki að fást við að leiðrétta óvanda og bresti hjá öðrum. Þú hefir
enga köllun til slíks enn þá. Þú skalt ekki samsinna því í orði, sem
þú getur ekki verið annað en mótfallin í hjarta þínu; en þú getur
þagað og leynt hugsun þinni, þegar þú áynnir ekkert með því að tala,
en mundir aðeins skaða sjálfa þig og álit manna á þér.
Mundu vel eftir þessu, elsku dóttir mln, því þig vantar enn nægi-
lega lífsreynslu og hyggindi, og verður því altof gjarnt, að láta þína
sönnu skoðun í ljósi á mönnum og málefnum. Komstu á snoðir um,
hvað húsmóður þinni er geðfeldast, og hvernig henni geðjast bezt
að því, og hagaðu þér svo eftir því, sem þér er framast unt. Þegar
þú fyrst ert komin »inn undir« hjá henni, sem kallað er, getur þú
brátt farið að leika meir lausum hala.
Mundu ávalt eftir því, að þeir, sem dæma vægt um aðra, geta
líka krafist vægra dóma af þeim. En þeir, sem fella harða og hlífðar-
lausa dóma, geta vænst samskonar dóma af öðrum. Sá maður er
ætíð velkominn, sem menn vita, að aldrei beitir kærleikslausri gagn-
rýni, en hinum reyna menn helzt að bægja burtu, sem menn vita, að
grípur hvert tækifæri til að gagnrýna menn og málefni.
4. Haf gát á hjarta þínu! Hlustaðu ekki á orð smjaðrarans,
því hann er að jafnaði glepjandi tálseggur, og orð hans smáskamta-
eitur, sem dreypt er í hjörtun, án þess menn verði þess varir. Eg
þarf ekki að segja þér, að sá dagur, er heiðvirður maður bæði um
hönd þína og hjarta, og þú gæfir honum hvorttveggja, — sá dagur
mundi verða foreldrum þínum sannur gleðidagur. En það verð ég að
segja þér, elsku dóttir mín, að jafneðlileg og sú ósk er hjá konunni,
og jafnsæl og sú stúlka er, sem eignast góðan og göfugan mann, þá
er þetta skref svo mikilvægt og áríðandi, að það verður ákaflega
vandlega að íhugast. l’ví hve oft mega menn ekki sanna, að »ekki
er alt sem sýnist« ? Hversu oft hefir það ekki við borið, að stúlka,
sem hélt, að hún hefði gefið vönduðum og trúföstum manni hönd
sína og hjarta, hefir orðið fyrir sárri blekkingu! Guð gefi, að dóttir
mín elskuleg megi aldrei verða fyrir þess konar táli og svikum, því ég
er hræddur um, að það mundi ríða þér að fullu.
Sýndu mér því fullan trúnað í þeim efnum, og öll þau ráð, sem
ástrlkast hjarta getur í té látið, þau skulu þér í té látin af föður þín-
um og þinni góðu móður. Við óskum ekki að gefa þér önnur ráð
en ástsamleg. Snúðu þér þessvegna fyrst til okkar, — þú veizt, að
enginn vill þér eins hjartanlega vel og við.
5. Vertu kát og kurteis bæði i samkvæmum og heima fyrir.
Forðastu alt smjaður, en haf þó kátínu þína í hófi. Láttu hana ekki
verða að taumlausri ofsakakæti. Af öllu má ofmikið gera.
6. Forðastu öfundsýki, sem er hræðilegur löstur. J’að er hættu-
legt að gefa þeim bresti nokkurt rúm í hjarta voru, því hann ban-
eitrar brátt hveija sál, sem hann hefir fest rætur i.
7. Gerðu það, sem þú getur, til að venja þig á háttprúða fram-