Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 31

Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 31
107 kvöldin. Til fóta mömmu og pabba. Lesa bænirnar sínar og sofna svo rólegur. Þegar mamma haföi boðið mér góða nótt með kossi. Þar komst ekkert ilt að, Ekki einusinni Leppa- lúði . . . Og dreyma svo um ótal falleg barnagull. Bæði horn og kjálka og leggi. Eða ríku drotninguna í Ljúflingleiti. Mamma setti mig á gólfið og kysti mig. Svo fór hún fram í búr að skamta. Eg sat eftir inni á palli. Hlustaði á veinin í hríðinni fyrir utan. í minni óljósu barnsvitund fann ég hvernig hún fauk á harða spretti yfir ísaða ána og rauk hvítgrá í gilinu fyrir ofan. Eins og uppréttar hendur dauðadæmds manns. — Þegar hviðunum slotaði, heyrðist til Arndísar, eins og úti á þekju. »Sveinn, Sveinn, því kemurðu ekki?« . . . Stuna kviksettrar sorgar. Og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. í’að hljómaði svo kynlega undir hálfdimmum súðunum. Líkast hjálp- arlausu kveini yfirgefins barns. Stingandi skelfing greip mig. Einhver sár kuldi neðan í ilj- unum. Sem færðist upp í kálfa. Og hræðsluhviður fyrir bring- spölunum. Pá kom það að mér í fyrsta sinn, sem ég síðan hefi átt vanda til. Að kannast ekki við gamalþekta hluti. Baðstofan varð mér alveg ókunnug. Eins og ég sæi hana í fyrsta skifti. Og ég varð svo undarlega fjarlægur og kaldur. En vissi þó vel, hvar ég var. — Mamma! Eg reif upp baðstofuhurðina og þaut fram í göngin. Ætlaði til mömmu. Hjá henni var ég öruggur. Eins og hræddur ungi bælir sig undir væng móður sinnar. það var langt fram í búr. Krókótt, nætursvört göng. Par var ég altaf myrkfælinn. Gamall moldarþefurinn lagðist eins og bjarg fyrir vitin. Og hvítleitar, ímyndaðar þokuslæður svifu um í myrkrinu. Fyrir framan eldhúsdyrnar nam ég staðar. Komst blátt áfram ekki lengra. Bleikt, eyðilegt magnleysi læddist um fæturna og upp að hjarta. Mér fanst það kólna. Minnið dofnaði. Eg hélt, að ég ætlaði að detta. En datt þó ekki. Ullarmjúkt myrkrið límdist utan um mig. Eins og í draumi heyrði ég mús naga rétt við fæturna á mér . . .

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.