Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 31
107 kvöldin. Til fóta mömmu og pabba. Lesa bænirnar sínar og sofna svo rólegur. Þegar mamma haföi boðið mér góða nótt með kossi. Þar komst ekkert ilt að, Ekki einusinni Leppa- lúði . . . Og dreyma svo um ótal falleg barnagull. Bæði horn og kjálka og leggi. Eða ríku drotninguna í Ljúflingleiti. Mamma setti mig á gólfið og kysti mig. Svo fór hún fram í búr að skamta. Eg sat eftir inni á palli. Hlustaði á veinin í hríðinni fyrir utan. í minni óljósu barnsvitund fann ég hvernig hún fauk á harða spretti yfir ísaða ána og rauk hvítgrá í gilinu fyrir ofan. Eins og uppréttar hendur dauðadæmds manns. — Þegar hviðunum slotaði, heyrðist til Arndísar, eins og úti á þekju. »Sveinn, Sveinn, því kemurðu ekki?« . . . Stuna kviksettrar sorgar. Og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. í’að hljómaði svo kynlega undir hálfdimmum súðunum. Líkast hjálp- arlausu kveini yfirgefins barns. Stingandi skelfing greip mig. Einhver sár kuldi neðan í ilj- unum. Sem færðist upp í kálfa. Og hræðsluhviður fyrir bring- spölunum. Pá kom það að mér í fyrsta sinn, sem ég síðan hefi átt vanda til. Að kannast ekki við gamalþekta hluti. Baðstofan varð mér alveg ókunnug. Eins og ég sæi hana í fyrsta skifti. Og ég varð svo undarlega fjarlægur og kaldur. En vissi þó vel, hvar ég var. — Mamma! Eg reif upp baðstofuhurðina og þaut fram í göngin. Ætlaði til mömmu. Hjá henni var ég öruggur. Eins og hræddur ungi bælir sig undir væng móður sinnar. það var langt fram í búr. Krókótt, nætursvört göng. Par var ég altaf myrkfælinn. Gamall moldarþefurinn lagðist eins og bjarg fyrir vitin. Og hvítleitar, ímyndaðar þokuslæður svifu um í myrkrinu. Fyrir framan eldhúsdyrnar nam ég staðar. Komst blátt áfram ekki lengra. Bleikt, eyðilegt magnleysi læddist um fæturna og upp að hjarta. Mér fanst það kólna. Minnið dofnaði. Eg hélt, að ég ætlaði að detta. En datt þó ekki. Ullarmjúkt myrkrið límdist utan um mig. Eins og í draumi heyrði ég mús naga rétt við fæturna á mér . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.