Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Side 34

Eimreiðin - 01.05.1911, Side 34
I IO Æðisgenginn snjóstormurinn ríkti einn yfir hvæsandi firðinum og gödduðu skipinu .... Alt í einu kom hræðilegt brak, Skipið tók viðbragð. Við höfðum rekist á sker. Skútan gliönaði í sundur. Stefnið var mölbrotið. Aftari part- urinn skall stöðugt við skerið, allur á hliðinni. Brimgarðurinn löðraði yfir þilfarið, skolandi með sér brotum úr borðstokknum. Eg hékk enn við kaðlana. Dálitla stund. Svo man ég, að ég hentist langar leiðir í loftinu. I fluginu sá ég Práin. Skut- urinn var að malast í sundur. Pabbi var horfinn. Eg heyrði hljóð og vein í hásetunum gegn um gnýinn og brestina. Og seinast sá ég handiegg . . . uppréttan handlegg, sem bylgjurnar freyddu yfir. »Dóri minni Hvar ertu?« Mamma kallaði framan úr búri. Eg kom til sjálfs mín aftur. Stóð í sömu sporum í göngunum. Og sá í’órshamrasker, svart við hvítan brotsjóinn, hverfa í horninu. Bæjarhurðin hrist- st og glamraði. Bað ætlaði að líða yfir mig. En ég gat harkað það af mér. Lafhræddur hljóp ég fram í búr til mömmu og flaug upp um hálsinn á henni, grátandi. Hún gat varla fengið mig til að þagna aftur. Lauk við að skamta og fór síðan inn með mig. En ekki fékk hún út úr mér, hvað að mér gengi. Eg þorði ekki að segja það. Og hafði ekki almennilega vit á því heldur. Mér leið illa það sem eftir var kvöldsins. f’jáðist áf sárum höfuðverk. Alla nóttina skalf ég í kölduflogum. Viku seinna fréttist, að Bráinn væri týndur. Nokkrar spýt- ur rak á land í Steinavík. Og þar á meðal var ein með skips- nafninu. Og höfuðlaus búkur af einum hásetanum.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.