Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Side 35

Eimreiðin - 01.05.1911, Side 35
III Úr norðrinu. I. HUGSJÓNIN. Ég sótti þig heim yfir sædjúpin blá í sólgeisla megin-veldi, og fór í þeim vændum fjarska langt, ég flaug það á morgni og kveldi; og til þess ég svefninn seldi. En undan fórstu, er ungur ég var, að endingu lengst upp til skýja, en leizt þó um öxl til að lokka mig og leiða í staðleysu nýja — þá lærði ég lífið að flýja. En ilt er að fást við þann elt- ingaleik, hver eftirför mín varð að strandi; á fjalli sveifstu, er hraut eg í hlíð — á himni, er lá ég á sandi, þú þeystir á glóandi gandi. Eg hugði að sækja þig heim svo langt, sem hnitar í báru á sjónum, og lengra miklu en lönd eru bygð og lóurnar fljúga úr mónum, er von er á vetrarsnjónum. Ég trúði, að værirðu handan við höf, og heyrði þess getið í ljóði. Ég veit nú, að býrðu í sér- hverri sál, er sigrast á ólgandi blóði — ert sjálfsfórnar sigurgróði. II. ÉRIÐJA Hátt er upp til himnagrams, hækkar enn þá betur, — gegnum kápu hríðar hams hvergi rofað getur. Hríðin kveður hreystisöng, hefur veldisprotann. Enn sem fyrri, langa-löng! ljót er á þér totan. SUMARHELGI 1910. Herðir frostið, hækkar snæ hríðin líknarvana, skelfir landið, skvettir sæ, skín í tanngarðana. Veturinn hefir land og lýð lagt í harðan dróma: þrjátíu vikna þeysihríðl Pið hafið ríkt með sóma. 8*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.