Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 41

Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 41
með hann, og sjaldan hafa íslenzku mýrarnar né valllendisdalirnir brugðist algerlega; en altaf er sú uppskera óáreiðanleg, erfið og dýr. Islenzki bóndinn getur ekki risið undir því að halda kaupdýrt fólk, til þess að tína heyskapinn saraan úr snöggum, sundurslitnum og ógreiðfærum mýrum og flytja heyið síðan á hestbaki yfir ógreið- færa vegi til hlöðu. Þetta þarf að breytast. íslenzku bændurnir þurfa að færa heyskap sinn saman, helzt á einn blett; þeir þurfa að eiga hver sinn akur, smáan eða stóran, þar sem þeir geta ræktað alt sitt fóður; akur, sem borið hefir verið ofan í, unz jarðvegurinn er orðinn frjór; akur, sem þeir geta reitt sig á uppskeru af í hverju skaplegu árferði; akur, sem þeir geta unnið með vélum, en sparað dýrt fólks- hald. Það er ekki einasta, að jörðin, svo undirbúin og rétt unnin, mundi gefa margfalt meira af sér heldur en nú þekkist þar heima, heldur mundi heyskapurinn svo margfalt fljótteknari og hægari. Setjum nú svo, að hver meðalbóndi ætti ioo dagslátta akur, vel ræktaðan, mætti hann í flestum árum byggja upp á að fá 2,200 hesta af fóðurgrasi eða um 440 þús. pund af töðugæfu heyi, sem í hverju meðalári mundi fóðra 50 nautgripi. Vitaskuld liggur mikið verk í því að undirbúa slíkan akur, og til þess þarf líka kunnáttu. En eftir að það er búið og búið að girða akurinn og leggja akbraut frá honum heim að hlöðunni, þarf vinnuafla þann, sem hér segir, til starfræksl- unnar: 1 gott hestapar, sem vigtar um 3,000 pund og aktýgi, 1 fjór- hjólaðan vagn, 1 sláttuvél, 1 rakstrarvél, 1 herfi, 1 plóg, 1 vinnumann, og 2 kaupakonur til hjálpar við hirðinguna, sem ekki ætti að standa lengur yfir, ef vanþurkar ekki böguðu, en um þrjár vikur. Hvað arðinn af slíkum búum snertir, þá er það alveg undir sjálf- um bændunum komið, hvort hann yrði mikill eða lítill; skilyrðin til þess, að hann yrði mikill, eru öll fyrir hendi. Smjörgerðina þekkja íslendingar nú, og geta þar af leiðandi gert sér hugmynd um væntan- legan tekjuauka úr þeirri átt. En um hina tekjugreinina, aðaltekju- tekjugreinina í sambandi við nautgriparæktina, nautaverzlunina, vita ís- lendingar minna, og virðist mér það skaði mikill, þar sem þeir eru betur settir flestum öðrum einmitt til þess, að reka slíka verzlun með stórhagnaði, þar sem þeir eru settir svo að segja við dyrnar á alheims- markaðinum. Að íslendingar hafa ekki á undanförnum árum notað brezka markaðinn í þessu sambandi, er skiíjanlegt, því að gripastofninn í landinu hefir verið og er svo lítilfjörlegur til frálags, að það hefir ekki borgað sig að ala naut til slátrunar í landinu sjálfu, því síður til þess að senda þau burt. Þetta þarf að lagast. íslendingar þurfa að flytja inn í landið betra nautakyn en nú er þar. Þeir þurfa að ala upp eins væna og eins fallega nautgripi, eins og gert er í þeim löndum, þar sem nauta- ræktin er sem allra fullkomnust; og þegar nautgripirnir íslenzku eru orðnir nógu fallegir og vænir, þá borgar nautaræktin sig á Islandi, ekki aðeins eins vel og hún gerir nú víðsvegar um heim, heldur betur, — þeim mun betur, sem ísland er betur sett gagnvart alheimsmark- aðinum en flest önnur lönd.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.