Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Qupperneq 55

Eimreiðin - 01.05.1911, Qupperneq 55
En það fór ekki betur í Berlín. Reyndar fékk hún þar eftir margar árangurslausar tilraunir og langt flakk loksins atvinnu hjá einum meistara, — en hér fór sem fyr, að atvinnan reyndist stopul, því — »hinir sveinarnir — —«. Og svo sneri hún aftur til Hamborgar með tóm vonbrigði í vasanum. Hún hætti nú að leita sér atvinnu, þar sem það reyndist árangurslaust og tímatöf ein, og braut nú odd af oflæti sínu og þáði styrk frá systkinum sínum, til þess að geta sótt kenslu í iðn- skóla og málaraskóla í Hamborg. Hún tók þátt í bæði morgun-, miðdags- og kveldkenslu, og fékk sér líka kenslu á sunnudögum. Hún neitaði sér um allar skemtanir og allar frístundir, lifði við reglulegan sult og seyru, seldi sín dýru, íslenzku silfurspensl og silfurhnappa, hvað á fætur öðru, — og komst svo loksins svo langt, að hún í maí 1910 stóðst meistarapróf hjá dómnefnd, er í sátu 5 málarameistarar í Hamborg. Nú er hún sjálfstæður málarameistari í Kaupmannahöfn, í fé- lagi við annan kvenmálara, fröken Karen Hansen, sem fengið hefir mentun sína í Buxtehuder-málaraskólanum, — og þær hafa kven-lærisveina. Vilji menn með eigin augum sjá, hvernig fyrsta kven-málarafélagið þrífst og blómgast, þá er ekki annað en að bregða sér inn í vinnustofuna hennar Ástu meistara í Peder Skrams- götu 19 í Khöfn. Framanskráð grein er hér tekin (í þýðingu) eftir þýzka blað- inu »Frauen-Fortschritt« (10. nóv. 1910). Hún er valin nokkuð af handahófi úr þeim mörgu greinum, sem ritaðar hafa verið um fröken Ástu Árnadóttur í þýzkum og dönskum blöðum, af því hún er stutt og laggóð, en rúm Eimr. takmarkað. Hins vegar þótti rétt, að lesendur vorir fengju að sjá eitthvað af því, sem ritað hefir verið um þessa íslenzku stúlku og baráttu hennar, sem er svo átakanlega eftirtektarverð — og jafnframt svo eftir- breytnisverð. Pví hvað er fremur eftirbreytnisvert en þetta: Fátæk og umkomulaus stúlka brýtur bág við rótgróið almenningsálit, bæði hjá kynsystrum sínum og karlmönnum og ryður sér nýja braut til frægðar og frama. Hún lætur hvorki bugast af örbirgð né
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.