Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 56

Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 56
132 háðglósum, en berst eins og hetja — og sigrar. I’að þarf ekki neitt smáræðis viljaþrek til þessa. Og hún lætur sér ekki nægja minna en að ná hæsta stiginu í þeirri ment, sem hún hefir valið sér — meistarastiginu. Hefir noklcur íslenzkur karlmaður náð því? Oss er nær að halda, að enginn iðnaðarmanna vorra hafi komist hærra en að ná í sveinspróf. Pað er kvenmaður, sem verður fyrst til þess, að ná meistaraprófinu. En »enginn verður óbarinn biskup«, segir máltækið, og fröken Ásta hefir fyllilega fengið að reyna þann sannleika. Fyrir fáeinum árum töluðu menn í Reykjavík um Ástu mál- ara með hálfgerðu háðbrosi. Og nú er hún orðin Ásta meistari, sem vekur undrun og aðdáun hjá stórþjóðum heimsins. Er þetta ekki líkast æfintýri? Og hefir ekki æskulýðurinn íslenzki ástæðu til að taka eftir því og læra af því ? Stúlkur, sem mönnum geðjast að. Enskur kvenrithöfundur segir, að til séu þrennskonar stúlkur, sem mönnum geðjist að •— og hún mun eiga kollgátuna. í fyrsta flokki eru þær stúlkur, sem eru karlmönnum að skapi; í öðrum þær, sem mestri hylli ná hjá sínu eigin k}mi: kvenþjóðinni; og í þriðja flokkinum eru svo þær stúlkur, sem eiga því láni að fagna, að bæði karlar og konur viðurkenna, að þeim sé alt til lista lagt. Sú stúlka, sem þeim karlmönnum, er kynnast henni, geðjast vel að, á ekki úr háum söðli að detta hjá öðrum ungum stúlkum, og er það af þeirri einföldu ástæðu, að hún kærir sig ekki hót um þær. Alt, sem hún hefir tök á, til að þóknast, geymir hún sér, þangað til hún á færi á að vera návistum við karlmann. Hún er ætíð fallegust, þegar hún á samræðu við karlmann; augu hennar fá þá meiri ljóma, og litarhátturinn fær á sig hlýlegri og hreinni blæ. Alt látæði hennar verður þýðara, eins og allar ójöfnur séu í einni svipan horfnar og af sorfnar. Eða hún er máske ein af þeim, sem kátína og glaðværð er eiginlegust. Hún lætur þá fjúka í hnittiyrðum, þeim sem efst eru á baugi um þær mundir, og skarar fram úr í því, sem kallað er félags- lyndi og stallbræðralag. Hún er stundum að öllu leyti ágætisstúlka; en á því geta karlmennirnir vanalega betur áttað sig en kvenfólkið. Því frá því heimurinn fyrst varð til, hefir kvenfólkinu verið ótrúlega

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.