Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 58

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 58
134 Smáhendur. I. ALSÆLA. I hallanum ligg ég og horfi’ út í geiminn, á himinblámann og fugla-sveiminn; á trjánum kringum mig blöðin bærast og blessuð sólin, hún ljómar skærast; og blómin anga í brekkunni fríðri og börnin sér leika á flötinni víðri; — á alsælu vantar ei annað en þig, ástin mín! — til að kyssa mig. II. HATUR. Eg hata — hvern heldurðu? — vindinn, er hamast sem ástfanginn sveinn; munninn þinn — minn — hann kyssir, meðan ég heima sit einn. ALEXANDER JÓHANNESSON. Bréf frá Finni biskupi. Bréf það, er hér fer á eftir, frá Finni Jónssyni biskupi, er geymt i bréfasafni Gríms Thorkelíns í Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn; hvernig það er þangað komið veit ég ekki. A því stendur ekki, til hvers það sé ritað, en það er auðvelt að ráða af efni þess, að það er til síra Björns Halldórssonar £ Sauðlauksdal, prófasts í Barðastrandar- sýslu. Velæruverðuge Hra Præposite, Bref yðar með Skólapilltum í haust meðtekeð af dato 13 7br. og því fylgiande blöð, þacka eg kiærlega, þa feck eg ecke tíma til að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.