Eimreiðin - 01.05.1911, Page 61
137
legar ríkisstofnanir — með öðrum orðum afnema það eftirlit ríkis-
valdsins, sem enn þá er í gildi —• og heimila líka uppsögn á hin-
um sameiginlega fæðingjarétti. Og Danir mundu heldur aldrei fá
mikla ánægju af þeirri alríkisskipan, sem að dæmi Stöðulaganna
er gert ráð fyrir í 6. gr. Uppkastsins, að stofna megi til, þó þetta
sé enn ógreinilegar orðað þar en í Stöðulögunum. Pví það er
ljóst, að séu þau mál, sem sameiginleg eru samkvæmt Stööulög-
unum, of fá til þess, að á þeim verði bygðar sameiginlegar ríkis-
stofnanir, t. d. sérstakt þing fyrir alt ríkið, þá mundi það reynast
frágangssök, að kalla sérstaka þjóðfulltrúa frá Islandi, til þess
ásamt dönskum fulltrúum að ræða einungis þau fáu mál, sem eftir
yrðu, þegar aðeins utanríkismál og hervarnir ættu að vera sam-
eiginleg. En þar við bætist, að munurinn á fólksfjölda Danmerkur
og íslands er altof átakanlegur til þess, að Danir gætu gert sér að
góðu, að íslendingar, sem eru 30 sinnum færri, hefðu jafnmarga
fulltrúa eða jafnan atkvæðisrétt; og fulltrúamagn eftir fólkstölu
einni, sem ekki mundi gefa Islandi meiri atkvæðisrétt en Lálandi
og Falstri, mundi aldrei fullnægja þjóðerniskröfum íslendinga, enda
hefir það verið skýrt tekið fram af þeirra hálfu. En í rauninni er
það algerlega tilgangslaust að ræða um nokkra alríkisskipan, er
byggja mætti á Uppkastinu, með því annað þeirra mála, er óupp-
segjanleg áttu að vera, sem sé hervarnirnar, og sem í öðrum ríkis-
samböndum er svo afarmikils virði fyrir sambandið, aldrei gæti
orðið eina verulega máttarstoðin undir sannarlega gagnhverfu
ríkissambandi millum Danmerkur og íslands, með því að íslend-
ingar gætu að minsta kosti aldrei orðið hervörnum Dana að neinu
liði, enda áttu þeir samkvæmt Uppkastinu meira að segja að vera
undanþegnir allri skyldu til þess. Loforð Uppkastsins um hluttöku
Islendinga í stjórn sameiginlegra mála ríkisins, yrði því aðeins notað
til þess eins, að byggja á því nýja stjórnarbaráttu, sem gæti leitt
til þess að rjúfa ríkissambandið að fullu og öllu, löngu áður en
37 ára uppsagnarfresturinn, sem ákveðinn er í 9. gr., væri útrunn-
inn — alveg eins og þegar krafa smáríkisins Láenburg um jafnt
fulltrúamagn í alríkinu danska varð hinni dönsku alríkisskipan að
fótakefli og aldurtila.
En hérumbil alveg sömu ástæðurnar mundu líka gera málefna-
samband það, sem minnihlutinn íslenzki (Hafsteins-flokkurinn) vildi
koma á, óaðgengilegt frá dönsku sjónarmiði. Í’ví reyndar er það
almennast, að slík málefnasambönd, eins og t. d. Noregur-Svíþjóð