Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 62

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 62
138 fyr og Austurríki-Ungarn enn — þó með .naumindum sé — hafir auk konungsins, ekki annað verulegt sameiginlegt en utanríkismál og hervarnir, eða þá að minsta kosti frið og ófrið. En hér ræöur það aftur úrslitum, ab sá heljarmunur, sem er á fólksfjölda Dan- merkur og Islands, mundi vafalaust gera mönnum ómögulegt að koma sér saman um haldgóða skipan á samstjórn sameiginlegu málanna; en þó einkum það, að það væri full fjarstæða, að stofna slíkt þjóðréttarsamband, sem í eðli sínu er ekkert annað en her- varnasamband, milli tveggja landa, sem bæði liggja svo langt hvort frá öðru og hafa svo geysi-mismunandi fólksfjölda. Skylda Danmerkur til að verja Island um aldur og æfi, án þess nokkuð kæmi í móti frá Islands hálfu, mundi í raun og veru breytast í einhliða vernd (Protektorat) Dana, á líkan hátt og vernd Tyrkja gagnvart Krít. En það væri engan veginn í þágu Danmerkur, að halda uppi slíkri einhliða »eilífri« vernd eftir kröfu íslendinga, og lenda svo máske í stappi við aðrar þjóðir fyrir bragðið, þegar Danir þó jafnframt væru látnir sæta sömu kjörum á íslandi sem útlendingar. Pegar því jafnvel norsk-sænska sambandið gat ekki staðist þjóðerniskritinn milli jafn-náskyldra þjóða, þó lega þessara tveggja landa virtist að gera sameiginlegar varnir þeirra nærri því sjálfsagðar, þá mundi eintómt »hervarnasamband« milli Islendinga og Dana, sem legði Dönum einum byrðar á herðar, — ef það þa nokkru sinni kæmist á, eftir að fæðingjaréttinum og fiskiveiðarétti Dana hefði verið sagt upp af Islands hálfu, — eflaust verða harla endaslept og sjálfsagt ekki annað en undirbúningsskref til fulls skilnaðar. Pað virðist því ljóst, að sérhver tilraun til að veikja enn frekar það ríkissamband, sem þegar er helzt til veikt orðið, gæti óhjákvæmilega ekki leitt til annars en fulls skilnaðar. Og að láta að óskum minnihlutans á alþingi um að ganga að þjóðréttarsam- bandi einu, mundi í raun og veru þýða það eitt, að Danmörk skyldi afsala sér þeirri réttarstöðu sinni, sem fengið hefir þjóð- réttarlega viðurkenning, til þess að láta íslendinga eina um að ákveða, hvort þeir, að uppsagnarfrestinum liðnum, óskuðu að segja að fullu skilið við Dani, eða kysu heldur að heimta, að Danmörk skyldi halda áfram að bera byrðarnar af fullveldi hins nýja íslenzka konungsríkis. Ættu menn því aðeins um tvent að velja, annað- hvort »málefnasamband« alþingis-minnihlutans eða »konungssam- band« alþingis-meirihlutans, sem er ekkert annað en fullur ríkis-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.