Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 66

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 66
142 með þessu skipulagi en það, að sjá fleiri flokksmönnum fyrir ráð- herraembætti, mundi það þó ekki skera fyrir rætur meinsins. Pví þar sem einn þessara þriggja ráðherra ætti að vera yfirráð- herra og líklega líka velja hina tvo, hvað mundi þá vera unnið, ef hann, sem hæglega gæti skeð, veldi tvo af sínum áköfustu og allraheitustu flokksbræðrum í ráðherrasætin við hlið sér? Eini stillibrandurinn, sem nokkurs væri um vert, mundi því vera: full- trúi konungs í landinu, sem stæði algerlega fyrir utan öll flokks- bönd og flokksþröngsýni, og sem hlutdrægnislaust veldi þá stjórn, sem þörf landsins í hvert sinn krefðist. En það er með öðrum orðum: danskur jarl, sendur af stjórn Dana, en sem stjórnaði eingöngu með einum eða helzt fleirum íslenzkum ráðherrum, er bæru ábyrgð fyrir alþingi. IJaö vill nú svo vel til — eins og þegar hefir verið á vikið —, að þessi jarlshugmynd er engin nýjung fyrir Islendinga, né þeim ógeðfeld. Pvert á móti hefir engin hugmynd átt meiri ástsældum að fagna hjá þeim um langan aldur. Sjálfur frumherjinn í allri frelsisbaráttu Islendinga, Jón Si'gurðsson, hefir sem forseti og framsögumaður alþingis 1871 einmitt krafist þess skipulags, að að jarl væri skipaður á íslandi sem fulltrúi krúnunnar, er stjórn. aði með íslenzkum ráðherrum, er bæru ábyrgð fyrir alþingi. Og hvað eftir annað hefir sama hugmyndin verið samþykt í lagaformi af alþingi eða annarri deild þess, þannig ekki aðeins 1871, heldur einnig 1885, 1887, 1889, 1891, 1893, 1894 og 1895. Pað var í rauninni skammsýni danskra stjórnmálamanna einni að kenna, að stjórn Dana 1871 og 1874 valdi heldur þá alríkishugmynd, sem var búin aö stranda svo hörmulega í Danmörku, í stað jarls- stjórnar þeirrar, sem Islendingar sjálfir heimtuðu, og hélt svo 1903 áfram með sama glappaskotið og gerði það að sumu leyti verra. Auk þess væri leiðrétting á þessu glappaskoti ekki annað, en að taka þá kenningu hinna yngri Islendinga á orðinu, sem heimtar, að ísland fái sömu stöðu og því hafi verið áskilin í Gamla-sátt- mála 1262. Pví samkvæmt Gamla-sáttmála átti ísland einmitt að hafa jarl. Og að Danir, í stað þess að minna á skatt þanti um aldur og æfi, sem heitinn var Noregskonungi í Gamla-sáttmála af Islands hálfu, mundu sjálfir geta launað jarlinum af því 60,000 kr. árgjaldi, sem þeir samkvæmt Stöðulögunum greiða íslandi, án þess að hafa nokkur áhrif á, hvernig því fé er varið, og að jarls- stjórninni yfirleitt mundi verða fyrir komið í samræmi við hinar

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.