Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 68

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 68
144 getið, hafði framsögu fyrir tillögunni um jarlsstjórn, og aldrei kom fram með neina kröfu um hreint konungssamband, né hafði nokkra trú á, að það væri mögulegt. Og því næst hafa ekki aðeins for- kólfar hins núverandi stjórnarflokks, bæði Björn Jónsson og Skúli Thóroddsen, stutt íslenzkt stjórnarskrárfrumvarp (Valtýskuna), sem bygðist á viðurkenning á gildi Stöðulaganna, heldur mun og í þessu efni mega búast við stuðning frá hinum núverandi stjórnar- andstæðingum (Hafsteinssinnum), sem ekki er loku skotið fyrir, að einhverntíma aftur verði stjórnarflokkur. Reyndar er það satt, aö þessi síðasttaldi flokkur —- jafnvel sem stjórnarflokkur — hélt því fram í millilandanefndinni, að hið núverandi ríkissamband væri ólöglegt, og að Island samkvæmt Gamla-sáttmála hafi komist í konungssamband eitt við Danmörku, og sambandinu væri því de jure enn þá þannig varið. En hvort sem kænsku-ástæður einar hafa verið þessa valdandi, eða flokkur- inn seinna hefir skift um skoðun, þá er það víst, að hann hefir seinna á íslandi látið alt annað uppi og talað af meiri gætni. þannig sagði Hannes Hafsiein sem ráðherra Islands á alþingi, að bæði stjórnarskráin 1874 og breyting hennar 1903 væru bygð á Stöðulögunum, og að sérmálavald Islendinga væri því runnið frá ríkisvaldinu danska samkvæmt ráðstöfun þess. þ 1 minnihluta- áliti neðrideildar 22. apríl 1909 er það ennfremur tekið fram, að stjórnarskrá Islands með beinni tilvitnun sé bygð á Stöðulögunum, »og henni — stjórnarskránni — höfum vér aldrei mótmælt, hana höfum vér þegið og undir henni lifað. Án þess að fara út í það, hvort þeir hafi mikið eða lítið til síns máls, sem segja, að vér á ýmsan hátt höfum viðurkent Stöðulögin, og séum þannig innlim- aðir að lögum, þá er á hinu enginn vafi, að í verki og fram- kvœmd erum vér innlimaðir danska ríkinu, hvort sem oss líkar það betur eða ver«.* 2) Enn berara sagði framsögumaður minni- hlutans í efrideild, Ldrus H. Bjarnason, hið sama, og benti meðal annars á, að landsyfirdómurinn ætíð hefði viðurkent hæsta- rétt sem yfirdómstól sinn.3) Eessi flokkur virðist því varla til lengdar geta hafnað hentugu og notasælu skipulagi, af því það ') Aiþt. 1909, B. II, 1430. 2) Alþt. 1909, A. Skjalap. 950. 3) Sjá ræðuútdr. í »Reykjavík« 29. maí 1909.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.