Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 23
99
Litunarmosi sá, sem brúnt er litað úr, fæst ekki alstaðar. Hvergi
fæst hann, mér vitanlega, í Eyrarsveit; nema í kringum Grundarrétt
er nóg af honum; hann tók ég og litaði úr honum, og varð fallega
brúnt.
Já, togið í þennan saumþráð, er ég áður gat um, var ekki kembt
í vanalegum kömbum, heldur í járnkömbum, sem eru þannig tilbúnir,
að járnteinar, 4 þuml. langir, eru festir eða kveiktir á flata járnþynnu,
og sett skaft á. Þá er toginu vöðlað saman í annan kambinn (8
tennur í hveijum kambi), og hinn kamburinn tekinn, og rifið í hann
togið úr hinum, og svo koll af kolli, unz seigt er orðið í því og eng-
ir hnökrar. Þá var byrjað að lyppa ofan í lyppulárinn, og svo fín
eða mjó átti lyppan að vera, að lítið þyrfti að teygja hana, er spunn-
ið var, — nerna saumþráðinn, hann varð að teygja vel og jafnt, enda
var hann svo jafn, sem í vél væri spunninn.
Ah var þetta spunnið á snœldu, en ekki á rokk. Hvernig er hún?
mun unga fólkið spyrja, og skal því ögn frá því skýrt.
Tekin er spýta, 2^/2 kvartil á lengd, tálguð eða rend sívöl neðst,
og það kallað snœlduhali. Síðan er tekinn látúnsvír, beygður á krók-
ur og rekinn ofan í digrari endann. Svo kemur sníVburinn. þykkur
um miðjuna, en randirnar þunnar. Gat er á miðjum snúð, og þar
er digrari enda snælduhalans stungið inn í. Ofurlítið af toginu eða
ullinni er nú fest á þennan krók, sem heitir hnokki. Svo er farið að
snúa snældunni, þannig, að snælduhalinn er lagður á hægra hnéð, og
halanum snúið með hægri handar lófanum, honum því næst slept, og
snýst hann þá áfram. Þá er farið að mylkja, sem kallað er, þ. e.
að teygja úr lopanum, snældunni aftur snúið í hrinu, og svo áfram.
Á þennan hátt spunnu konur i fornöld í langa vefi, sem sjá má
í sögum forfeðra vorra, er gáfu konungum langskipssegl, er öll voru
ofin í íslenzka vefstólnum gamla. En engin kona gat ofið meira en
eina alin á dag, og var hún þá búin að ganga þingmannaleið. Þetta
sagði föðuramma mín mér, er dó 1860, og var þá níræð, nfl. að sá,
sem óf, varð altaf að vera á ferðinni, ganga hringinn í kringum vef-
staðinn allan daginn, og sagði amma það vera álitið þingmannaleið,
er gengið væri, enda þótt vegurinn væri einungis kringum vefstólinn, vor-
langan daginn. Sýnishorn af þessum vefstól á að vera á Fornmenjasafn-
inu, því árið 1873—74 gaf ég Jóni sál. Ámasyni hann, smíðaðan eft-
ir tilsögn móður minnar, er þá var um sjötugt, og hafði séð og lært
að vefa í honum 15 vetra gömul, en síðan aldrei litið hann, nema á
mynd. En minnug var hún engu síður en ég. Hún dó 1882.
Á hverjum bæ varð að hafa smiðju, því þá var siður að dengja
þar ljáina á hverjum degi. Og í hverri smiðju var stokkur, nór, tveggja
álna langur, fullur af vatni, sem ljáirnir voru hertir í og annað járn.
Var járnið gert glóandi og því svo skjótlega brugðið niður í vatnið.
Á þessu svo kallaða herzluvatni var höfð mikil trú. Ekki mátti hella
því úr stokknum, heldur jafnan bæta við það, eftir því sem það eydd-
ist. Vatn þetta átti að lækna dofa, ef limur var þveginn upp úr því.
Og það gerði það líka, sögðu gömlu konurnar. Alt var þá notað,
sem hægt var að nota sér. Það var hvorki þotið suður í Rvík,
Stykkishólm né Búðardal til læknis, heldur var reynt alt heima fyrir,