Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 31
107
hún fer á eftir honum. Lítið sund var á tni!li skemmu og smiðju, og
ætlar hún þar að ná honum. En þar var enginn. Annað sund var
milli smiðju og fjóss, og hleypur hún þangað. En þar var heldur
enginn. Nú verður hún hissa, gengur með hægð til barnanna, sem
eru öll að leika sér, og spyr, hvort Jónas hafi farið nokkuð frá, eða
yfir að skemmunni. f’ví neita þau öll og segja, að ekkert þeirra hafi
farið út fyrir markið, því það séu lög hjá þeim. Tunglskin var á, og
voru börnin fjarska ánægð þarna, en segja við hana öll: »Sástu hann
Móra?« — »Hvaða vitleysa,« segir hún; »hver segir, að ég hafi séð
nokkuð ?« Svo fer móðir mín inn, en öll börnin koma á hæla henni
og inn í stofu. Hún verður hissa og spyr, því þau leiki sér ekki,
þangað til þau fái kaffi. — Nei, þau geti það ómögulega vegna hans
Móra. Pá segir móðir mín: »Sáuð þið hann?« — »Nei, við vissum
af honum í kringum okkur.« — Eitt af börnum þessum var Málm-
fríður Möller, kona um sextugt hér í Stykkishólmi; segist hún aldrei
verða svo gömul, að hún gleymi hræðslunni, sem hljóp í börnin þetta
kveld. Það var kölluð Móra-hræðsla.
Margar kynjasögur fleiri en þetta gengu um sveitina. Marta, dótt-
ir séra Jóns á Setbergi, giftist bónda, og bjuggu þau í Kirkjufeíli. f’á
var Móri að taka rjómann ofan af trogunum hjá henni; og honum var
það að kenna, að þau urðu fátæk. Satt var það, að þau voru allajafna
fátæk, þau hjón, og hygg ég, að orsakir þess hafi ekki allar stafað af
Móra.
Margar fleiri sögur hefi ég til af Setbergs-Móra, en ekki hefi ég
nenningu til að segja þær í þetta sinn. Einnig hefi ég margar skrítnar
sögur um f’orgarð, er geta komið seinna, fýsi nokkurn að heyra.
Brynhildur.
Með gildragi fór ég á göngumannsleið,
og girntist þó veglendi betra. —
En utan við gilið, á andnesi fremst,
var útburður, mörg huttdruð vetra.
í liolurð, sem er fyrir handan það gil,
’ann hrein, svo að við kvað í bæjum,
er óskaparigning í aðsigi var
og önugur stormur á gægjum.