Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 60
136
lausir við fégræðgi og undirferli — einmitt af því það er alt brezkt,
eins og það leggur sig.«
Pá verður og skáldinu skrafdrjúgt um hið »heilaga hatur«,
og má sem dæmi þess nefna, að hann í svo nefndri therbœn*.
ákallar guð þannig: »Þú, sem býr í himni þínum hátt uppi yfir
kerúbum, seröfum og zeppelínum, þú, sem situr sem þrumuguð í
hásæti, er ljómar af eldingum frá skýjum, eldingum frá sverðum
og skotvopnum, sendu þrumur og eldingar, hagl og hreggviðri
ótæpt niður yfir fjandmenn vora, gefðu oss fána þeirra og
steyptu þeim niður í myrkur og múgakasir.«
í öðru kvæði um hið »heilaga hatur« segir svo: »Við vor-
um alveg búnir að gleyma því, þessu brennandi hatri, við Pjóð-
verjar, sem er svo gjarnt til að glápa með aðdáun á valska
tízku og útlend þjóðkyn, eins og það væru þau, sem gæfu okk-
ur alt gott. Við réttum Japönum þýzk hervopn og hinum
brezku kramarasálum þýzk vísindi, og glöddumst yfir því, að
efla andstæðinga vora að orku með því, sem sköpunarandi vor
hafði framleitt. Pað stendur ekki lengur. Nú hefir augum vor-
um gefist að líta óþrjótandi níðingsskap. Peir, sem við gerðum
sæla, þeir öfundast nú í sameiningu yfir hinni sólfáðu sælubraut
vorri, þeir, sem við hervæddum, beina nú vanþakklátir eitruðum
örvum að hjarta voru; þá, sem neytt hafa af brauði anda vors,
sjáum við nú í fúlmensku sinni vinna að glötun vorri. Ó, guð,
þú, sem hefir stækustu óbeit á rögum launmorðingjum og ert
grimmilegur andstæðingur gráðugs vanþakklætis, við þökkum
þér, að svikagrímunni hefir nú verið svift af höfði hræsnaranna.
Hjálpa þú oss til þess, að dæma það með þínu heilaga hatri,
sem með ósvífni er að seilast eftir kórónu þinni, svo að við
aldrei hættum að eyðileggja, fyr en dauðinn hefir látið ávöxtinn
ná fullum þroska.«
Pað var leitt, að honum Porsteini Erlingssyni skyldi ekki
endast aldur til að sjá þessi þýzku kvæði og önnur svipuð um-
mæli og ávörp til guðs hjá hernaðarþjóðunum, síðan þetta mikla
heimsstríð hófst. Pau hefðu getað gefið honum yrkisefni í
mergjað kvæði, þó það hefði sjálfsagt orðið nokkuð á annan
veg en sigursöngvar þýzka prestsins. En svo má líka segja, að
hann hafi ekki þurft þess með; hann hafi með sínu glögga
skáldauga verið búinn að sjá þetta fyrir og farið nærri um,
hvað prestum herskaparþjóðanna væri innanbrjósts. Eví er ekki