Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 50
126
Pví skal nú sízt neita, aö svo gat virzt, sem ekki væri all-
lítil ástæða til þessa frá kirkjulegu sjónarmiði. En frá almennu
sjónarmiði var það þó tæplega réttlátt, ef ljóö f’orsteins voru
lesin vel niður í kjölinn. Pað, sem hann eiginlega var að berjast
á móti, var auðvald, harðstjórn og hervald. Og þar sem þjóð-
kirkjan styddi þetta og legði blessun sína yfir það sem guði
þóknanlegt, þá væri líka sjálfsagt að berjast á móti guðshugmynd
hennar. Pví það væri ekki sú rétta guðshugmynd, ekki sá sanni
kærleikans guð kristindómsins, sem Kristur sjálfur prédikaði og
kendi um, faðirinn algóði. Nei, það væri ekki annað en skrípa-
mynd af guði, falsguð, sem sjálfsagt væri að steypa af stóli >nið-
ur í annaðhvort hafið« (Atlantshafið eða Kyrrahafið). Pað væri
hinn grimmi og blóðþyrsti guð Gamlatestamentisins, guð harð-
stjórnar og herskapar, sem notaður væri af þjónum þjóðkirkjunn-
ar til að leggja blessun sína yfir auðvald og kúgun, harðstjórn
og hervald, en hirti lítt um þá smælingja, fátæka og volaða, sem
Kristur bar mest fyrir brjósti. Sá guð mundi og ætti að fara
sömu leiðina og Júpíter, Zevs og Óðinn: »reka sinn brothætta
bát á blindskér í hafdjúpi alda«.
»Allra mest hans instu taugar altaf særðu
þeir, er sína þræla börðu —
það var eins á himni og jörðu.«
»0g ef þú hatar herra þann, sem harðfjötrar þig,
og kúgar til að elska ekkert annað en sig,
en kaupir hrós af hræddum þrælum,. hvar sem hann fer,
þá skal ég líka af heilum huga hata með þér.«
»Ef antu þeim, sem heftur hlær og hristir sín bönd,
og vildi ekki krjúpa og kyssa kúgarans hönd,
en hugum-stór að hinsta dómi hlekkina ber,
þá skal ég eins af öllu hjarta unna með þér.«
»Hvar er ykkar þjóðkirkja heilög og hörð,
sem hábindur óþæga sauði.
og hefur um aldirnar haldið hér vörð
lijá hertýgjum vorum og auði.«
»í fátækt skortir bæði náð og brauð,
því bendir guð þér veg með þjónum sínum:
þú verður, vinur, fyrst að fá þér auð,
þá færðu líka náð hjá drotni þínum,«