Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 42
118
sem að brúka hann? I’að er nú ekki siður, að ungar stúlkur
gangi í dökkum fötum.«
»Stúlkan, sem þú sást áðan, sagðist eiga að vera í dökkum
kjól; og hún var svo hrædd um, að hún yrði sú eina.c
»Nú, svo að skiljaU — Móðir hennar brosti og klappaði
henni á vangann og sagði: »En við tökum nú hvítan kjól.c
Ellu fanst eins og steini væri létt af sér, þegar hún heyrði,
að móðir hennar skar sona úr.
»En þú verður sannarlega að leggja orð í belg um valið á
efninu, Ella mín. Mér liggur við að óska, að þú værir ofurlítið
meira hégómagjörn, en þú ert.«
Ella leit dálítið hissa á móður sína. Pað var ekki henni líkt,
að vera að fara með neina léttúð.
Svo sátu þær heima um kvöldið og dáðust að öllu skraut-
inu, sem þær höfðu keypt. Ella var altaf dálítið utan við sig;
hún yrði að komast eftir því, hvort það væri nú í raun og
veru meining mömmu sinnar, að það væri engin synd, að vera
hégómagjörn. — Og á endanum spurði hún hana að því.
»Pað er nú eins og það er tekið,« svaraði móðir hennar.
»Mér finst nú, að ofurlítið af hégómagirni eigi að sjálfsögðu að
vera hverri ungri stúlku meðfætt.c
»Pví þá það?«
»Af því að það er skylda okkar, að líta svo vel og laglega
út, sem við getum, og þessvegna megum við ekki láta okkur á
sama standa, hvernig við göngum til fara.« —
»Er þá ekki karlmönnunum slík hégómagirni meðfædd?«
»Hégómagirni karlmannanna er af öðru sauðahúsi. Hún er
kölluð metnaðargirni, og hún er helzta framkvæmdaraflið í lífi
fjölmargra karlmanna.«
»Hefir hann pabbi þá verið metnaðargjarn?«
»Hann byrjaði sem fátækur unglingur með tvær hendur tóm-
ar. En nú er hann búinn að koma á fót stórri verksmiðjuverzlun,
græða sér allmikið fé og eignast fallegt heimili.«
»Er það þá alt saman ávöxtur af hégómagirni ?«
»Metnaðargirni eða hégómagirni, hvort sem þú vilt nú held-
ur kalla það. Án hennar mundi ekkert verða framkvæmt hér í
heiminum.«
»En það er þó altaf ljótt, að láta mikið á sér bera, með því