Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 47
123
Og þegar hann er að kveðja Danmörku, segir hann:
xÞó er ég, kæra, að kveðja þig, svona er hún viS alla.
komin er önnur til við mig. Nú er mér mætust
Astin mín er sóm við sig, meyjan blárra fjalla.«
Petta er sjálfsagt rétt, að því er snertir kvennaástir P. E.,
að minsta kosti framan af æfinni, enda mun hann hafa fengið á
því að kenna, og það haft ærin áhrif á framtíð hans og æfibraut.
En hér skal ekki frekar út í það farið, því
»fann stað, sem helgast ástum einum,
má ekki snerta fótur vor.
í dögg á Edens akurreinum
sjást aldrei nema tveggja spor.
far sjá þau dýrðarsali þína,
unz sólin upp að morgni rís,
sem gefa alla œfi sína
fyri’ eina nótt í Paradís.«
En hinsvegar er engum blöðum um það að fletta, að það er
ekki rétt, að svona (o: hviklynd) hafi ástin hans verið við »alla«.
Gagnvart fósturjörðunni, Fjallkonunni, var hún altaf söm og jöfn.
Um hana, náttúru hennar, sögu og þjóðlíf snerist öll hans hugsun:
»Hún á okkar heita blóð, til að elska líf og l;óð,
hún hefur okkur borið, ljósið, frelsið, vorið
Og þó hann verði hrifinn af bækiskógunum dönsku og nátt-
úrufegurðinni þar, þá getur hann ekki nema drepið á það. Hug-
urinn er óðara floginn heim til Islands og íslenzkrar náttúru:
''ílann harmar í skógunum hrjósturlönd sín,
hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn.«
Pess vegna gat hann aldrei sungið nein ástarljóð um Dan-
mörku, þó honum »litist á hana marga tíð« og játaði, að hún
væri »fríð«. Nei, Fjallkonan ein átti hann allan og óskiftan og
alla hans söngva, eins og hann segir í kveðjunni til Danmerkur:
sf’ú fékst engin ástarljóð, hún á að fá þá alla.
eins og þú varst þó kát og góð; Nú er mér mætust
henni söng ég hvem tninn óð, meyjan blárra fjalla.«
Hin hliðin á kveðskap P. E., brimólgukvæðin, þyrnakvæðin,
þjóðfélagskvæðin, byltingakvæðin. hafa að vísu einnig aflað hon-
um mikilla vinsælda og aðdáunar hjá mörgum, en þá jafnframt
megnra óvinsælda hjá öðrum; og hjá sumum hafa þau jafnvel